Milli mála - 2018, Síða 22
AVÓKADÓ OG MAÍS
22 Milli mála 10/2018
Norska orðabókin skilgreinir avokado sem „grønn, pæreformet
tropisk frukt av avokadotreet“.52 Önnur heiti yfir ávöxtinn í norsku
eru alligatorpære og advocado en samkvæmt SNL eru bæði „avo-
kado og advokat [...] forvanskninger av det aztekiske navnet ahua-
catl“.53 Orðið, sem kemur fyrir í norskum textum frá miðri 20
öld54, hefur lagað sig að norsku málkerfi (bókmáli og nýnorsku) og
er til í eintölu og fleirtölu55, og myndar auk þess nokkur samsett
orð í málinu, má þar nefna m.a. avokadofrukt ,avókadóávöxtur‘, avo-
kadogrønn ,avókadógrænn‘, avokadopære ,avókadópera‘ og avokadotre
,avókadótré‘.56
Avocado kemur fyrir í íslenskum textum upp úr miðri 20. öld og
er skrifað avókadó í Íslensku alfræðiorðabókinni frá 1990 og Íslenskri
orðabók frá 2002.57 Elsta ritdæmi orðsins, samkvæmt upplýsingum úr
ritmálssafni Orðabókar Háskólans, er í Matreiðslubók handa ungu fólki
eftir Sigrúnu Davíðsdóttur frá árinu 1978. Í bókinni kemur eftir-
farandi fram um ávöxtinn: „Avocado er óvenjulega feitur ávöxtur,
en fitan er ómettuð og talin frekar heilsusamleg.“58 Eldri dæmi um
orðið er hins vegar að finna í tímaritum og dagblöðum frá miðri 20.
öld. Til að mynda í grein eftir Níels Dungal, sem birtist í tímaritinu
Helgafell árið 1955, þar sem stendur: „Hér [á Trinidad] vaxa öll
möguleg tré, sem tilheyra hitabeltinu, svo sem caruarina, cecropia,
brauðaldin [...] auk þess papaya, avocado og mangotré [...].“59
Samsetta orðið avocadopera kemur fyrir í tímaritinu Samtíðin
frá 196360 og skömmu síðar í Alfræðasafni AB sem var gefið út á
52 BOB = Universitetet i Bergen/Språkrådet, Bokmålsordboka, 2016, http://www.bob.ordbok.uio.no
[sótt 9. desember 2018], s. v. avokado.
53 SNL = Store norske leksikon, https://snl.no [sótt 9. desember 2018], s. v. avokado.
54 NAOB = Det Norske Akademis ordbok, https://www.naob.no [sótt 9. desember 2018], s. v. avokado.
55 Í norsku bókmáli er eintalan: en avokado, avokadoen, og fleirtala: avokadoer og avokadoene. Í nýnorsku
er eintala en avokado og avokadoen, og í fleirtölu: avokadoar, avokadoane. BOB, s. v. avokado. NOB =
Universitetet i Bergen/Språkrådet, Nynorskordboka, 2016, http://www.nob.ordbok.uio.no [sótt 9.
desember 2018], s. v. avokado.
56 BOB, s. v. avokado. NOB, s. v. avokado.
57 ÍO. ÍAO.
58 ROH = Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, www.
arnastofnun.is/page/gagnasofn_ritmalssafn [sótt 9. desember 2018]. Seðlasafn Orðabókar
Háskólans.
59 Níels Dungal, „Heimsókn í Trinidad“, Helgafell 1, 1955, bls. 102, Landsbókasafn Íslands –
Háskólabókasafn, Tímarit.is http://timarit.is [sótt 9. desember 2018].
60 „Hvað er munaður?“, Samtíðin 10, 1963, bls. 17. Tímarit.is http://timarit.is [sótt 9. desember
2018].