Milli mála - 2018, Qupperneq 25
ERLA ERLENDSDÓTTIR
Milli mála 10/2018 25
Upp úr aldamótunum 1500 var maís víða ræktaður á Íberíuskaga
og stuttu síðar náði útbreiðsla hans til nágrannaríkja Spánar. Að
nokkrum öldum liðnum var jurtin ræktuð til skrauts í görðum
hefðarfólks í Mið- og Norður-Evrópu, auk þess sem hún var notuð
sem dýrafóður. Vitað er með vissu að á 19. öld var maís notaður til
manneldis og má nefna sem dæmi að á seinni hluta 19. aldar var
bakað maísbrauð úr maísdeigi75 á Íslandi, og á fyrri hluta 20. aldar
voru þar einnig bakaðar maíslummur.76 Má segja að nú á dögum sé
maís hluti af daglegu lífi fólks í Evrópu. Margir byrja daginn með
því að fá sér kornflögur (maísflögur) í morgunverð, tortillur úr maís
með salsasósu og gómsætri fyllingu hafa verið vinsælar undanfarin
ár, að ekki sé minnst á hið sígilda poppkorn, „blásinn maís“,77 og
maískólfa.
Í Evrópu hefur maísinn gengið undir ýmsum nöfnum, til að
mynda „hveiti“ eða „korn frá Indíum“, „indíánakorn“, „tyrkneskt
korn“, „tyrkneskt hveiti“, „korn frá Tyrklandi“, svo einhver séu
nefnd.78 Sambærileg heiti koma fyrir í ýmsum norrænum heimildum
frá fyrri öldum, meðal annars íslenskum, ásamt sjálfu heitinu maís.
Orðið maíz barst úr spænsku yfir í ítölsku í kringum 1518–
151979 og er í dag ritað màis.80 Maïs kemur fyrir í frönskum textum
frá um 1525 en kom inn í málið úr spænsku og ítölsku.81 Í þýskum
texta frá 1520 kemur fyrir orðmyndin machiz,82 en frá 16. öld hefur
ritháttur orðsins verið Mais.83 Fyrsta heimild um orðið í ensku er
frá árinu 1555 en þá kom út fyrrnefnd kronika Pedros Mártir de
75 ROH.
76 Sama rit.
77 ROH: Sjá Helga Sigurðardóttir, Matur og drykkur, Reykjavík; Ísafold, 1966, bls. 479.
78 Hér í íslenskri þýðingu. Sjá til dæmis türkisch Korn, indianischer Weizen og indianisches Korn í þýsku
(Philip M. Palmer, Neuweltwörter im Deutschen, Heidelberg: Carl Winter’s Universitätsbuchhandlung,
1939, bls. 89). Blé d’Espagne, blé d’Inde og blé de Turquie í frönsku (TLFi). Indisk korn, indianisk korn,
välsk korn, indiskt vete og indiansk vete í sænsku (SAOB).
79 Marco Mancini, L’esotismo nel lessico italiano, Viterbo: Università degli studi della Rusca. Istituto di
studi romanzi, 1992, bls. 141.
80 EVLI = Alberto Nocentini, l’Etimologico. Vocabolario della lingua italiana, Milano: Le Monnier,
2010, bls. 658. Samheiti er granoturco.
81 TLFi, s. v. maïs. Cioranescu, Los hispanismos en el francés clásico, bls. 182. Fræðimönnum ber ekki
saman um ártalið. Cioranescu segir elsta dæmi orðsins vera frá 1522.
82 Palmer, Neuweltwörter im Deutschen, bls. 89. Christine Henschel, Italienische und französische
Reiseberichte des 16. Jahrhunderts und ihre Übersetzungen. Über ein vernachlässigtes Kapitel der europäischen
Übersetzungsgeschichte, Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesellschaft, 2005, bls. 285.
83 Palmer, Neuweltwörter im Deutschen, bls. 89.