Milli mála - 2018, Síða 63
MILLI MÁLA
Milli mála 10/2018 63
Guðrún Kristinsdóttir-Urfalino
Háskóli Íslands
Université Sorbonne-Nouvelle Paris III
Tartuffe í sögu og samtíð
Næm sýn franska leikskáldsins Molières (1622–1673)1 á mannskepnuna, hvatir hennar og gjörðir, hefur orðið til þess
að verk hans hafa orðið sérlega langlíf og – ólíkt leikritum sam-
tímamanna hans, Pierres Corneille og Jeans Racine, sem hafa þótt
næsta óþýðanleg2 – verið þýdd og leikin víðsvegar um heim. Til
Íslands bárust gamanleikir Molières frá Danmörku og voru fyrst
settir á svið á dönsku. Á fyrstu árum Herranætur tíðkaðist sá siður
að leika gamanleiki Molières annað hvert ár og hitt árið gaman-
leiki eftir norsk/danska leikskáldið Ludvig Holberg (1684–1754),
sem reyndar sótti mikið í leikhefð Molières.3 Alla 20. öldina nutu
gamanleikir Molières nokkurrar hylli í íslenskum leikhúsum, ekki
síst – en ekki einvörðungu – farsarnir.4
Eitt vinsælasta verk franskra leikbókmennta, gamanleikurinn
Tartuffe eftir Molière, fer nú eins og eldur í sinu um leikhús Evrópu.
1 Jean-Baptiste Poquelin, sem tók sér listamannsnafnið Molière, fæddist í fjölskyldu efnaðra kaup-
manna sem hafði verslað með vefnaðarvöru um kynslóðir. Eftir að hafa stjórnað farandleikhópi sem
ferðaðist og lék um gjörvallt Frakkland um árabil, skrifaði hann gamanleiki sem urðu mjög vin-
sælir við hirð Loðvíks XIV. Frakklandskonungs og í leikhúsum Parísar sem þá var miðstöð menn-
ingarlífs í Evrópu.
Höfundur þakkar ritstjórum, ritrýnum og Trausta Ólafssyni fyrir góðar ábendingar við ritun
greinarinnar.
2 Sjá meðal annars í George Steiner, Dauði harmleiksins, þýð. Trausti Ólafsson, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 2016, bls. 166. Í franskri bókmenntasögu teljast leikverk þríeykisins
Corneilles, Racines og Molières, sem og önnur bókmenntaverk rituð á síðari hluta 17. aldar, til
franskrar klassíkur.
3 Um áhrif Molières á Holberg má meðal annars lesa í Anne-Marie Lebourg-Oule, „Molière/
Holberg“, Littératures, Mélanges offerts à Monsieur le Professeur André Monchoux 1/1979, bls. 155–163.
4 Ímyndunarveikin (fr. Le Malade imaginaire) hefur verið sýnd í níu uppfærslum á Íslandi,
Hrekkjabrögð Scapins (fr. Les Fourberies de Scapin) hafa verið sett upp þrisvar og einu sinni á dönsku,
Aurasálin (fr. L’Avare) þrisvar, George Dandin tvisvar, Don Juan tvisvar ... Sjá nánar í grunni
Leikminjasafns Íslands: http://leikminjasafn.is/grunnur/#/listamadur/2679