Milli mála - 2018, Qupperneq 64
TARTUFFE Í SÖGU OG SAMTÍÐ
64 Milli mála 10/2018
Að minnsta kosti sex Tartuffe-leiksýningar hafa verið settar á svið
í nágrannalöndum okkar á árinu 2018 þegar þessi grein er skrifuð.
Vissulega er um að ræða ástsælt leikrit og það verk sem höfuðvígi
franskrar leiklistar, Comédie française í París, hefur oftast sett á
fjalirnar.5 Sagan um loddarann, sem blekkir heimilisföðurinn með
guðsótta og hræsni og sundrar fjölskyldu hans í ágirnd sinni, er
enda afar áleitin og hefur átt sterkar vísanir í þjóðfélagsleg mein
allt frá tímum Molières.
„Hlutverk leikhúss er að siða menn með því að skemmta þeim,“
skrifaði Molière í fyrsta bænarbréfi af þremur sem hann sendi
konungi í kjölfar banns sem lagt var á gamanleikinn og kvað það vera
skyldu sína sem leikskálds að afhjúpa hræsni sem væri algengasti,
mest íþyngjandi og hættulegasti löstur síns tíma.6 Þekkt er að
Molière var í nöp við þá sem sigldu undir fölsku flaggi og einkum
þá sem misnotuðu trú og þekkingu sem valdatæki. Tartuffe hefur
sterka siðferðislega skírskotun og er eitt af leikritum Molières sem
flokkast undir gamanleiki með siðferðislegum boðskap (fr. comé-
dies de caractère). Hræsni var einnig viðfangsefni Molières í öðrum
leikritum, svo sem í Mannhataranum og Don Juan sem samin voru
á svipuðum tíma og Tartuffe.7 Bókmenntafræðingurinn Patrick
Dandrey hefur sett þessi leikrit og sérstaklega Tartuffe í samhengi
við hugmyndir um frelsi og umburðarlyndi í trúmálum sem komu
fram í stjórnmálaheimspekiritum víðsvegar í Evrópu, ekki síst á
Bretlandi, á 17. og 18. öld.8 Ólík iðkun trúarbragða var mjög til
5 Samkvæmt gagnagrunni Comédie française hefur Tartuffe verið sett upp í leikhúsinu að minnsta
kosti 29 sinnum frá stofnun þess árið 1680 til dagsins í dag, eða næstum því einu sinni á áratug.
Sjá http://lagrange.comedie-francaise.fr/. Samanlagður sýningafjöldi á Tartuffe í Comédie française
frá upphafi var 3115 sýningar í júlí 2014, skv. kynningu leikhússins á uppfærslu Galins Stoev,
https://www.comedie-francaise.fr/www/comedie/media/document/presse-tartuffe1415.pdf
6 Molière, „Premier placet présenté au roi, sur la comédie du Tartuffe“, í Molière, Œuvres complètes
II, ritstj. Georges Forestier, París: Gallimard, Bibliothèque de la Pléiade, 2010, bls. 191. Molière
byggir hér á skáldskaparfræðum rómverska skáldsins Hórasar (65–8 f. Krist) sem kveða á um að
ljóðlist og leikhús eigi að veita ánægju og uppfræðslu. Þetta lögmál hafði djúp áhrif á franskt
leikhús frá endurreisn til upplýsingar.
7 Þessi þrjú leikrit voru gefin saman út á bók í íslenskum þýðingum Karls Guðmundssonar
(Mannhatarinn og Tartuffe) og Jökuls Jakobssonar (Don Juan) í ritinu Molière, Þrjú leikrit. Tartuff,
Don Juan, Mannhatarinn, Reykjavík: Frú Emilía, 1992. Mannhatarinn tekur til umfjöllunar félags-
lega vanhæfni manns sem krefst ýtrustu sannsögli af samferðafólki sínu og hafnar málamiðlunum
í samskiptum. Don Juan varpar ljósi á ósamræmi milli yfirlýstra gilda aðalsins og framkomu
manna af þeirri stétt.
8 Patrick Dandrey, „Orgon l’enthousiaste. Une critique du fanatisme ?“, Dix-septième siècle 2/2017,
bls. 323–332.