Milli mála - 2018, Síða 70

Milli mála - 2018, Síða 70
TARTUFFE Í SÖGU OG SAMTÍÐ 70 Milli mála 10/2018 á leiksviðinu ljóslifandi komin persóna sem engum áhorfenda gat dulist að tilheyrði stétt klerka.22 3. Trú, vald og samfélag í Frakklandi Loðvíks XIV. Grimmileg trúarbragðastríð geisuðu í Evrópu á 16. öld í kjölfar siðbótarinnar og þeim linnti ekki í Frakklandi fyrr en árið 1598 þegar lútherskir mótmælendur og kalvínistar fengu leyfi til að iðka trú sína. Alla 17. öld átti kaþólska kirkjan í innbyrðis deilum sem hverfðust að miklu leyti um kenningar um mannlegan ásetning og guðlega náð. Upp úr þessum trúardeilum spruttu tvær öflugar hreyfingar, jansenistar, sem voru hreintrúarmenn og aðhylltust kenningar hollenska prestsins Corneliusar Jansen um sáluhjálp fyrir tilstilli guðlegrar náðar, og jesúítar, sem lögðu meiri áherslu á frelsi og menntun og þóttu undanlátssamari í trúnni. Kaþólska kirkjan í Frakklandi háði því baráttu um sálir mannanna, bæði gegn mót- mælendatrú sem og sértrúarhreyfingum innan eigin raða. Þar sem prestsmenntun var fremur lítilfjörleg og prestaskólar fáir, brá kirkjan á það ráð að gefa ungum menntamönnum kost á að stunda fræðistörf og skriftir innan kirkjunnar án þess að þeir tækju vígslu sem prestar, gegn því að gerast trúarlegir leiðbeinendur í samfélaginu. Loðvík XIV. var 28 ára þegar Tartuffe var frumsýndur. Konungurinn var listhneigður ungur maður sem átti sér ástkonur og vildi njóta lífsins. Hirðin tók á þessum tíma að skiptast í tvo hópa, þar sem eldri kynslóðin – með hina valdamiklu móður konungs, Anne d’Autriche, í broddi fylkingar ásamt eldprestinum Bossuet en bæði voru þau nátengd fyrrnefndri trúarreglu Hins heilaga sakramentis – lagði allt kapp á að bæta siðferði þjóðarinnar. Konungurinn sjálfur og yngri hluti hirðarinnar lögðu meiri áherslu á að njóta lista, halda veislur, leggja út í byggingarframkvæmdir – Versalir voru byggðir á tímum Loðvíks XIV. – stríðsrekstur og landvinninga. Þessi and- stæðu viðhorf endurspegluðust í þjóðfélaginu. Annars vegar áttu konur af efri stigum þess kost að lifa fjölbreyttu og líflegu menn- ingarlífi í salarkynnum sínum og eiga sér rödd á þann hátt sem þær höfðu sjaldan kynnst fyrr og samskipti milli kynjanna einkenndust 22 Georges Couton, „Notice“, bls. 835.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.