Milli mála - 2018, Page 74
TARTUFFE Í SÖGU OG SAMTÍÐ
74 Milli mála 10/2018
þess. Orgon endurheimtir þetta ástand fyrir tilstuðlan Tartuffes sem
tekur að sér að sinna öllum félagslegum tengslum í hans stað og rænir
hann þeim í kjölfarið.34
Það sem Besson kallar andfélagslega hegðun Orgons hafa leikstjórar
samtímans túlkað sem félagslega einangrun, andlega kreppu sem
samskiptin við Tartuffe virðast ná að sefa. Þessar ólíku nálganir
þeirra Mnouchkine og Bessons að leikritinu endurspegla viðhorf
þar sem áherslan er annars vegar á Tartuffe og hann látinn vera
töfrandi sjónhverfingamaður, jafnvel djöfullegur; og hins vegar á
fjölskylduna og hún sýnd sem kerfi í upplausn þar sem fólkið innan
hennar kljáist við einsemd og skilningsskort.
Þessi viðhorf fléttast saman í samtímauppfærslum þar sem leik-
stjórar mála fjölskyldu Orgons sem trúgjarnt fólk í heimi eftirsann-
leika, fólk sem er læst í upplýsingasílóum samskiptamiðla, sjálfu-
menningu og eigin ímyndarsköpun og er þar með berskjaldað fyrir
ofstæki.
5. Tartuffe 2018
Fyrsti evrópski Tartuffe ársins var sýndur í Dramaten í Stokkhólmi
með íslenskættuðu leikkonunni Huldu Lind Jóhannsdóttur í hlut-
verki jarðbundnu þernunnar Dorine en persóna þjónustustúlkunnar
í leikritum Molières var gjarna málpípa höfundar og uppáhalds-
karakter sem boðar heilbrigða skynsemi og meðalhóf á flestum
sviðum. Þernan Toinette í Ímyndunarveikinni er gott dæmi um
þetta.35 Þannig verður Dorine fyrst heimilismanna til að sjá í
gegnum Tartuffe. Í túlkun sænska leikstjórans Staffans Valdemars
Holm, sem setti upp sýninguna í Dramaten, fjallar leikritið fyrst
og fremst um heimilisföðurinn Orgon sem gengur í gegnum
erfitt tímabil í lífi sínu og hefur fundið í kirkjunni mann sem
honum finnst hann geta treyst fullkomlega. Allt fer á hvolf þegar
hann ánafnar þessum heimilislausa karli allar eigur sínar og fína
34 Véronique Jacob, „À chacun son Tartuffe“, L’Express, 12. október 1995, https://www.lexpress.fr/
informations/a-chacun-son-tartuffe_610166.html [sótt 19. september 2018].
35 Ímyndunarveikin (fr. Le Malade imaginaire) er sá gamanleikur Molières sem oftast hefur verið
settur upp á Íslandi samkvæmt grunni Leikminjasafns Íslands, http://leikminjasafn.is/grunnur/#/
listamadur/2679