Milli mála - 2018, Síða 75
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR-URFALINO
Milli mála 10/2018 75
Östermalm-fjölskyldan í miðborg Stokkhólms sér fram á að standa
uppi slypp og snauð. Í viðtali við leikstjórann kemur fram að hann
virðist hafa klippt út stóra hluta af fyrsta þætti þar sem fjölskyldu-
meðlimir skipa sér í gagnstæðar fylkingar í viðhorfum sínum til
Tartuffes og af fimmta þætti þar sem útsendari konungs sker úr
um málið, Orgon í vil. Tilgangur leikstjórans með þessu var að
fá hraðari framvindu í atburðarásina og að komast nær upphaf-
legri leikgerð verksins.36 Það hefur skilað sér til áhorfenda: „Stutt,
snörp og kræf,“ skrifaði Maria Edström leiklistargagnrýnandi um
sýninguna og fagnaði hljómþýðri þýðingu Lars Huldén í bundnu
máli. Sú ákvörðun leikstjórans að láta Tartuffe heppnast áform sín
kallaði fram í huga hennar tengsl milli texta Molières og kenninga
franska hagfræðingsins Thomasar Piketty um misskiptingu auðs –
„eiga hinir ríku að deila með sér gæðunum eða þurfa hinir fátæku
að krefjast hlutdeildar í þeim?“37
Í uppsetningu Oskarasar Koršunovas á leiklistarhátíðinni í
Avignon í júlí 2018 stóð Tartuffe einnig eftir sem sigurvegari;
hér kom heldur enginn útsendari konungs Orgon og fjölskyldu
hans til bjargar. Loddarinn nýtti sér samfélagsmiðla og þá sjálf-
hverfu og þann samúðardrifna áróður sem þeir bjóða upp á til að
ná tökum á Orgon og fjölskyldu hans.38 „Tartuffe er mein sem er
í sífelldri endursköpun,“ sagði Koršunovas í viðtali á leiklistar-
hátíðinni í Avignon. Í viðtalinu kemur fram að í túlkun hans sé
Tartuffe popúlisti og áróðursmaður: „Það er áhugavert að taka eftir
því að ríki sem nýta áróður sem stjórntæki draga að sér loddara eins
og flugur.“39 Andar popúlisma og ógnarstjórna fortíðarinnar svifu
yfir vötnum í túlkun Koršunovasar og Tartuffe endaði sýninguna
á nasistakveðju sem reyndar var skot yfir markið, samkvæmt leik-
36 Sjá viðtal við Staffan Valdemar Holm á heimasíðu Dramaten: http://www.dramaten.se/Repertoar-
arkiv/tartuffe/ Nálgun leikstjórans, sem felst í að sníða af fyrsta og fimmta þætti, er þó hvorki í
samræmi við eldri hugmyndir um fyrstu leikgerð verksins (sem voru fyrstu þrír þættir verksins
samkvæmt skráningum samtímamannsins La Grange) né í samræmi við nýlegar kenningar
Molière-sérfræðinga sem viðurkenndar eru í dag (sem hljóða svo að fyrsta leikgerð verksins hafi
verið fyrri gerðir af fyrsta, þriðja og fjórða þætti þess leikrits sem við þekkjum í dag).
37 Maria Edström, „Totalfysisk Tartuffe med en nypa Kardashians“, Expressen, 14. janúar 2018, https://
www.expressen.se/kultur/totalfysisk-tartuffe-med-en-nypa-kardashians/ [sótt 13. nóvember 2018].
38 Kynningarefni Leiklistarhátíðarinnar í Avignon, http://www.festival-avignon.com/fr/spectac-
les/2018/tartiufas [sótt 19. september 2018].
39 Agnès Santi, „Tartiufas“, La Terrasse, 22. júní 2018, nr. 267, https://www.journal-laterrasse.fr/
tartiufas/ [sótt 19. september 2018].