Milli mála - 2018, Síða 78

Milli mála - 2018, Síða 78
TARTUFFE Í SÖGU OG SAMTÍÐ 78 Milli mála 10/2018 Hampton sem frumsýnd var í Theatre Royal Haymarket í Lundúnum í júlí 2018. Í þeirri sýningu var persóna stjúpmóðurinnar Elmíru og örlög hennar í brennidepli með tilvísun í #églíka-byltinguna. Leikritið var látið gerast í Los Angeles þar sem Tartuffe var ofstækis- fullur predikari og Orgon franskur viðskiptajöfur. Tvítyngið gegndi því hlutverki að sýna hvernig vægi tungumála og menningar fylgir valdahlutföllum. Þannig tekur enska Tartuffes smátt og smátt yfir franskt móðurmál annarra í fjölskyldunni. Þetta áhugaverða og áleitna sjónarhorn kom áhorfendum og gagnrýnendum þó flestum spánskt fyrir sjónir.50 Einn gagnrýnandinn harmaði að leikstjórinn hefði ekki gengið lengra í tilvísunum sínum um tengsl trúar og valds í Ameríku Donalds Trump og dró þá ályktun að hræsni væri afbyggt hugtak í heimi eftirsannleika.51 Hinum megin við Signu-fljót, í hinu virðulega leikhúsi Comédie française á hægri bakkanum í París, gekk önnur Tartuffe-sýning þrjú ár í röð á sömu árum og sú í Odéon, 2014–2016. Í uppfærslu sinni lagði búlgarski leikstjórinn Galin Stoev áherslu á innri tóm- leika fólksins í fjölskyldu Orgons í glæsilegri en nokkuð alvarlegri túlkun, samkvæmt leiklistargagnrýnanda Le Monde.52 Í viðtali við sviðslistatímaritið La Terrasse lýsti leikstjórinn Tartuffe sem manni sem hafi verið í frumspekilegu tómi og fundið fróun í ofsatrú; grunn- inn að djúpum tengslum Orgons og Tartuffes væri að finna í þeirri hugmynd að tilfinningar og ætlanir geti snúist í andhverfu sína.53 Í ljósi þessara fjölmörgu sýninga á Tartuffe var kannski ekki að furða að Fabienne Darge byrjaði grein sína í Le Monde um uppfærslu Benoîts Lambert í leikhúsinu í Aubervilliers í útjaðri Parísar á orðunum „Enn einn Tartuffe?“ Hún var þó hrifin af sýningunni, því Lambert hafði kímni verksins í fyrirrúmi, ólíkt uppsetningunum í 50 Sjá t.d. Michael Billington, „Tartuffe Review – bilingual production squanders Molière’s wit and wisdom“, The Guardian, 30. maí 2018, https://www.theguardian.com/stage/2018/may/30/tar- tuffe-review-theatre-royal-haymarket-audrey-fleurot-paul-anderson [sótt 19. september 2018]. 51 Paul Taylor, „Tartuffe, Theatre Haymarket, London, review: A dual-language, modern updating does not fulfil its promise“, The Independent, 30. maí 2018, https://www.independent.co.uk/arts- entertainment/theatre-dance/reviews/tartuffe-review-theatre-royal-haymarket-french-modern- updating-trump-christopher-hampton-a8375551.html [sótt 20. september 2018]. 52 Fabienne Darge, „Le « mystère » Tartuffe incarné par Michel Vuillermoz“, Le Monde, 26. septem- ber 2014, https://www.lemonde.fr/culture/article/2014/09/26/le-mystere-tartuffe-incarne-par- michel-vuillermoz_4494348_3246.html [sótt 3. október 2018]. 53 Gwénola David, „Galin Stoev, L’Attraction du vide“, La Terrasse, 1. september 2014, https:// www.journal-laterrasse.fr/galin-stoev-lattraction-du-vide/ [sótt 3. október 2018].
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.