Milli mála - 2018, Síða 78
TARTUFFE Í SÖGU OG SAMTÍÐ
78 Milli mála 10/2018
Hampton sem frumsýnd var í Theatre Royal Haymarket í Lundúnum
í júlí 2018. Í þeirri sýningu var persóna stjúpmóðurinnar Elmíru
og örlög hennar í brennidepli með tilvísun í #églíka-byltinguna.
Leikritið var látið gerast í Los Angeles þar sem Tartuffe var ofstækis-
fullur predikari og Orgon franskur viðskiptajöfur. Tvítyngið gegndi
því hlutverki að sýna hvernig vægi tungumála og menningar fylgir
valdahlutföllum. Þannig tekur enska Tartuffes smátt og smátt yfir
franskt móðurmál annarra í fjölskyldunni. Þetta áhugaverða og
áleitna sjónarhorn kom áhorfendum og gagnrýnendum þó flestum
spánskt fyrir sjónir.50 Einn gagnrýnandinn harmaði að leikstjórinn
hefði ekki gengið lengra í tilvísunum sínum um tengsl trúar og
valds í Ameríku Donalds Trump og dró þá ályktun að hræsni væri
afbyggt hugtak í heimi eftirsannleika.51
Hinum megin við Signu-fljót, í hinu virðulega leikhúsi Comédie
française á hægri bakkanum í París, gekk önnur Tartuffe-sýning
þrjú ár í röð á sömu árum og sú í Odéon, 2014–2016. Í uppfærslu
sinni lagði búlgarski leikstjórinn Galin Stoev áherslu á innri tóm-
leika fólksins í fjölskyldu Orgons í glæsilegri en nokkuð alvarlegri
túlkun, samkvæmt leiklistargagnrýnanda Le Monde.52 Í viðtali við
sviðslistatímaritið La Terrasse lýsti leikstjórinn Tartuffe sem manni
sem hafi verið í frumspekilegu tómi og fundið fróun í ofsatrú; grunn-
inn að djúpum tengslum Orgons og Tartuffes væri að finna í þeirri
hugmynd að tilfinningar og ætlanir geti snúist í andhverfu sína.53
Í ljósi þessara fjölmörgu sýninga á Tartuffe var kannski ekki að
furða að Fabienne Darge byrjaði grein sína í Le Monde um uppfærslu
Benoîts Lambert í leikhúsinu í Aubervilliers í útjaðri Parísar á
orðunum „Enn einn Tartuffe?“ Hún var þó hrifin af sýningunni, því
Lambert hafði kímni verksins í fyrirrúmi, ólíkt uppsetningunum í
50 Sjá t.d. Michael Billington, „Tartuffe Review – bilingual production squanders Molière’s wit and
wisdom“, The Guardian, 30. maí 2018, https://www.theguardian.com/stage/2018/may/30/tar-
tuffe-review-theatre-royal-haymarket-audrey-fleurot-paul-anderson [sótt 19. september 2018].
51 Paul Taylor, „Tartuffe, Theatre Haymarket, London, review: A dual-language, modern updating
does not fulfil its promise“, The Independent, 30. maí 2018, https://www.independent.co.uk/arts-
entertainment/theatre-dance/reviews/tartuffe-review-theatre-royal-haymarket-french-modern-
updating-trump-christopher-hampton-a8375551.html [sótt 20. september 2018].
52 Fabienne Darge, „Le « mystère » Tartuffe incarné par Michel Vuillermoz“, Le Monde, 26. septem-
ber 2014, https://www.lemonde.fr/culture/article/2014/09/26/le-mystere-tartuffe-incarne-par-
michel-vuillermoz_4494348_3246.html [sótt 3. október 2018].
53 Gwénola David, „Galin Stoev, L’Attraction du vide“, La Terrasse, 1. september 2014, https://
www.journal-laterrasse.fr/galin-stoev-lattraction-du-vide/ [sótt 3. október 2018].