Milli mála - 2018, Side 82
TARTUFFE Í SÖGU OG SAMTÍÐ
82 Milli mála 10/2018
stúdentanna væri „Tartuffe ekki lengur skinhelgur hræsnari heldur
hreinn glæpamaður“. Með leikstjórn fór Lárus Sigurbjörnsson rit-
höfundur og með helstu hlutverk fóru Þórarinn Þór, stud. theol., í
hluverki Orgons, Einar Pálsson, stud. mag., í hlutverki Tartuffes, og
Helga Möller, stud. mag., í hlutverki Elmíru.59 Bogi hefur að öllum
líkindum ekki þýtt úr frummálinu og verkið hefur verið allstytt í
flutningi.60
Tartuffe eða undirhyggjumaðurinn var sett upp í Nemendaleikhúsi
Leiklistarskóla Íslands árið 1986 í leikstjórn rúmenska leikstjórans
Radus Penciulescu. Karl Guðmundsson leikari þýddi verkið úr
frummálinu „á mettíma“61 og skilaði þýðingu í bundnu máli sem
á köflum eru rímaðar ljóðlínur í 12–13 atkvæðum eins og frönsku
alexandrínurnar.62 Skúli Gautason fór með hlutverk Tartuffes,
Valdimar Örn Flygenring með hlutverk Orgons og Inga Hildur
Haraldsdóttir með hlutverk Elmíru. Leiklistargagnrýnendur voru
langflestir ánægðir með ungu leikarana, hrifnir af þýðingunni og
fögnuðu verkefnavalinu.63 Gagnrýnandi Þjóðviljans skrifaði til að
mynda að þýðingin væri „frábærlega rétt að mestu leyti“ og að
„þegar allt gekk upp, texti, framsögn, hástemmdur leikstíll, þá varð
áhorfandinn fyrir skemmtun af albesta tagi“.64
59 Stefán Hilmarsson, „Leikfélag stúdenta í útvarpinu“, Útvarpstíðindi, 9. árgangur 1946, 6. tölublað,
bls. 136–137 [sótt á timarit.is 30. október 2018].
60 Bogi Ólafsson (1879–1957) var lengst af enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík. Í
Kennaratali kemur fram að hann hafi lagt stund á nám í ensku, þýsku og sögu við
Kaupmannahafnarháskóla og þýtt ensk bókmenntaverk á íslensku auk ótilgreindra leikrita fyrir
Leikfélag Reykjavíkur. Sjá: Ólafur Þ. Kristjánsson, Kennaratal á Íslandi, I. bindi, Reykjavík, Oddi,
1958, bls. 88. Í leikhandritinu, sem er óútgefið og varðveitt á Landsbókasafni Íslands –
Háskólabókasafni, kemur glögglega fram að þýðing Boga hefur verið allmikið stytt fyrir leiklest-
urinn í útvarpinu.
61 „Klassísk hræsni. Sex leiklistarnemar útskrifast úr Leiklistarskóla Íslands með því að sýna Tartuffe
eftir Moliére í Lindarbæ.“ Tíminn, 4. maí 1986, bls. 6 [sótt á timarit.is 17. september 2018]. Karl
Guðmundsson tekur sjálfur fram að leikritið hafi verið þýtt frá 6. janúar til 9. apríl 1986, sjá
Molière, Þrjú leikrit, bls. 67.
62 Nánari umfjöllun um þýðingar Karls Guðmundssonar á leikritum Molières í bundnu máli má
finna í grein Ásdísar R. Magnúsdóttur og Guðrúnar Kristinsdóttur, „Um braglínur, lausamál og
ljóðrænu í þýðingum úr frönsku yfir á íslensku. Franskar ljóðsögur og leikrit í bundnu máli“,
Skírnir, 2018/2, bls. 393–431.
63 Sjá til dæmis Gunnar Stefánsson, „Klassíkin lifir í Lindarbæ“, Tíminn, 8. maí 1986, bls. 15 [sótt
á timarit.is 5. nóvember 2018].
64 Sverrir Hólmarsson, „Flug og stíll“, Þjóðviljinn, 7. maí 1986, bls. 5 [sótt á timarit.is 5. nóvember
2018].