Milli mála - 2018, Side 91
MARION LERNER
Milli mála 10/2018 91
þykir þýðandanum sérlega mikilvægt við þýðingarvinnu sína og
hvernig umgengst hann frumtextann og höfund hans?
2. Jósef Calasanz Poestion
Austurríkismaðurinn Jósef Calasanz Poestion var fornmennta-
fræðingur sem kenndi sjálfum sér skandinavísk tungumál og
íslensku, samdi málfræðibækur um þau og gaf auk þess út fjölda
þýðinga. Eftir því sem tímar liðu skipaði íslenskan æ mikilvægari
sess í störfum hans. Fyrstu þýðingar hans voru úr forníslensku7
og fyrstu ritverk hans fjölluðu um menningu Forn-Grikkja og
Rómverja og forníslenska menningu.8 Síðar sneri hann sér að
íslenskum samtímabókmenntum, og skapaði það honum sérstöðu
meðal þeirra fáu þýsku fræðimanna sem fengust við íslensku. Á
sama tíma starfaði Poestion sem bókavörður í innanríkisráðuneyti
Austurríkis og var orðinn yfirbókavörður þar undir lok starfsferils
síns. Ritstörfum sinnti hann því samhliða aðalatvinnu sinni. Engu
að síður ávann hann sér orðspor sem afkastamikill fræðimaður, var
meðlimur í fjölda evrópskra og bandarískra fagfélaga (m.a. heiðurs-
félagi Hins íslenzka bókmenntafélags) og hlaut heiðursdoktors-
nafnbót við Háskólann í Graz.9 Sérstakt skjalasafn með skrifum
hans var stofnað að honum látnum í byggðasafninu í fæðingarbæ
hans, Bad Aussee.10 Af ýmsum heimildum er ljóst að Poestion átti í
reglulegum bréfasamskiptum við áhrifamenn, rithöfunda og fræði-
menn á Íslandi og víðar. Íslenskir vinir hans sáu honum fyrir upp-
lýsingum, bókasendingum og afritum en aðstoðuðu hann einnig við
þýðingar.11 Á Íslandi var hans og verka hans getið með virðingu og
í grein í tilefni af sextugsafmæli Poestions lagði heimspekingurinn
Guðmundur Finnbogason áherslu á mikilvægi þýðinga, sem hefðu
7 Fridthjofs Saga. Übers. J.C. Poestion, Wien: Verlag Carl Gerold’s Sohn, 1879; Das Tyrfingsschwert,
eine altnordische Waffensage, þýð. Jos. Cal. Poestion, Leipzig: Hermann Risel Verlag, 1883.
8 Josef C. Poestion, Aus Hellas, Rom und Thule: Cultur und Litteraturbilder, Leipzig: Verlag Wilhelm
Friedrich, 1882.
9 „J.C. Poestion †“, Mitteilungen der Islandfreunde. Organ der Vereinigung der Islandfreunde 1/2/1922,
bls. 1.
10 „Josef Calasanz Poestion“, Ritmennt 2/1997, bls. 142–144.
11 Hallgrímur Melsteð, „Joseph Calasanz Poestion“, Óðinn 1(ágúst)/1905, bls. 34–35; „Joseph
Calasanz Poestion“, Ársrit Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn 7/1923, bls. 144–145.