Milli mála - 2018, Side 98
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS
98 Milli mála 10/2018
Með hugtakinu hliðartexti á Genette við „öll þau hjáverk“ sem
„gera texta að bók“ og koma fyrir sjónir viðtakenda og lesenda.32
Hann vill þó ekki skilja hliðartextann sem hlið, heldur sem
þröskuld eða anddyri sem veitir aðgang að textanum. Í raun saman-
stendur hliðartextinn af fjölda sögulega mótaðra venja og orð-
ræðna, sem þjóna viðtöku textans. Stakir þættir í hliðartextanum
eru skilgreindir gegnum stöðu þeirra umhverfis (megin)textann.
Ef þeir koma fyrir „í einu og sama bindinu“, eins og í tilviki
titils, formála, einkunnarorða, tileinkunar, athugasemda o.s.frv.,
skilgreinir Genette þá sem „peritexta“.33 Á íslensku mætti notast
við hugtakið „nærtexti“. En ef textarnir koma fyrir „í umhverfi
textans en í hæverskri (eða varkárri) fjarlægð“ og lágu a.m.k. upp-
runalega utan bókarinnar, svo sem viðtöl, bréfaskipti, dagbækur,
greinar o.s.frv., kallast þeir „epitextar“.34 Hliðstætt við hugtakið
nærtexta væri íslenska hugtakið „fjærtexti“ nýtilegt. Formúlan er
þá: paratexti = peritexti + epitexti eða hliðartexti = nærtexti +
fjærtexti. Mikilvægasta aðgreiningin felst hér í staðsetningu, því
meðan nærtextinn er efnislega bundinn við bókina er fjærtextinn
í frjálsri dreifingu. Til þess að hann týnist ekki gersamlega verður
einhvern veginn að tengja hann við aðaltextann. Natalie Binczek
kemur hér auga á vandamál í notkun og skilgreiningu hugtakanna.
Á meðan hægt sé „að skilgreina og aðgreina svipgerðir nærtexta
út frá birtingarstað þeirra í og við bókina“, snúist umræðan um
fjærtexta aðeins um hliðartextalegt mikilvægi þeirra og áhrif sem
leita yrði uppi með stækkunargleri.35 Sem slíkir væru þeir háðir
orðræðu höfundarins til að vera viðurkenndir sem hliðartextar,
svipað og nefnt hefur verið hér að ofan í tengslum við þýðingar.
Röksemdafærslur Genettes eru miðlatæknilegar hvað nærtexta
snertir, segir Binczek, en þegar kemur að fjærtextum leitar hann til
yfirráða höfundarins og flytur hliðartextahugtakið yfir á hugmyndir
um verkið frekar en miðilinn. Engu að síður eru ytri mörk fjær-
textans afar óljós. Hvenær teljast til dæmis auglýsingar um bækur,
32 Genette, Paratexte, 2016, bls. 10.
33 Sama rit, bls. 12.
34 Sama rit.
35 Natalie Binczek, „Epistolare Paratexte: Über die ästhetische Erziehung des Menschengeschlechts
in einer Reihe von Briefen“, í: Paratexte in Literatur, Film, Fernsehen, ritstj. Klaus Kreimeier og
Georg Stanitzek, Berlin: Akademie Verlag, 2004, bls. 117–133, hér bls. 118.