Milli mála - 2018, Síða 103
MARION LERNER
Milli mála 10/2018 103
vera þýðandans hafi verið heimiluð, og hún metur greiningu þeirra
gagnlega vegna þess að þar leynist ekki aðeins vísbendingar um
afstöðu og skoðanir þýðandans heldur einnig um félagspólitískt
samhengi þeirra samskipta sem felast í bókmenntum.48 Í umfangs-
mikilli rannsókn á formálatextum kemst Ellen McRae að þeirri
niðurstöðu að þeir þjóni þrenns konar ólíkum tilgangi: 1. að draga
fram tungumála- og menningarmun, 2. að auka skilning á upp-
runamenningunni og 3. að auka innsýn í hlutverk þýðandans og
inngrip hans.49
Í inngangstextum sínum hefur Poestion mál sitt yfirleitt með
því að vísa til „framandleika“ viðfangsefnis síns. Í innganginum að
Jüngling und Mädchen segir hann til dæmis:
Ný-íslenskar bókmenntir eru því sem næst óþekktar í Þýskalandi. Ástæða
þessarar sláandi staðreyndar er fyrst og fremst sú að íslensk tunga er svo
algerlega bundin við upprunasvæði sitt, og að aðrir en Íslendingar læra
hana sjaldan og þá oftast einungis í fræðilegum tilgangi.50
Með athugasemdum sem þessum getur höfundurinn annars vegar
vakið forvitni lesenda og hins vegar bent á eigin sérstöðu. Poestion
er einnig óþreytandi við að impra á því að þýskir fræðimenn hafi
hingað til – ef þeir höfðu áhuga og sérþekkingu á Íslandi – ein-
göngu beint sjónum að forníslensku og í undantekningartilvikum
að þjóðsögum og ævintýrum. Í þessu samhengi nefnir hann réttar-
sagnfræðinginn Konrad Maurer endurtekið og af mikilli virðingu,
sem hefur þau áhrif að lesandinn byrjar fljótlega að leggja þessa tvo
menn að jöfnu og líta á Jósef C. Poestion sem Maurer nútímaís-
lenskunnar.51
Slíkum upphafsorðum í skrifum Poestions fylgja oft yfirlýsingar
um meðaumkun með íslensku þjóðinni sem hljóma undarlega í
48 Sama rit, bls. 112.
49 Ellen McRae, „The Role of Translator’s Prefaces to Contemporary Literary Translations into
English: An Empirical Study“, Translation Peripheries. Paratextual Elements in Translation, bls.
63–82, hér bls. 65.
50 „Die neu-isländische Literatur ist in Deutschland so gut wie unbekannt. Die Ursache dieser
befremdenden Thatsache liegt wol [sic] zumeist darin, daß die isländische Sprache so ganz auf ihr
ureigenes Territorium festgebannt ist und von Nicht-Isländern selten und fast nur gelehrter
Zwecke halber studiert wird.“ – Jüngling und Mädchen, 1883, bls. 5.
51 Jüngling und Mädchen, 1900, bls. 5; Poestion, Island, 1885, bls. 5.