Milli mála - 2018, Side 104
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS
104 Milli mála 10/2018
endurliti og vekja upp grunsemdir um að valdameiri miðjan lyfti
sér hér upp yfir valdaminni jaðarinn og líti niður á hann. Þetta
sjónarhorn er skreytt með fullyrðingum á borð við þessa: „Þetta
dapra, afskekkta ísaland norður í hafi er sjaldan virt viðlits af um-
heiminum.“52 Meðaumkun Mið-Evrópubúans er síðan tilefni til að
meta íslensku þjóðina afar lágt og halda henni í nokkurri fjarlægð:
Einmana, fátæklegt, bælt þjóðlíf sem á nær enga hlutdeild í umheiminum
getur ekki borið slíkan ávöxt [þ.e. slíkan eins og hjá okkur]. Það er nógu
lofsvert að Íslendingar hafi varðveitt og þróað ljóðlist sína undir slíkum
kringumstæðum […]
Meðaumkun mín með íslensku þjóðinni, sem saga hennar hefur vakið, og
náttúrulegur áhugi minn á efniviði margra ára vinnu kunna að hafa orðið
til þess að ég hafi ofmetið íslenskar bókmenntir almennt, sem og einstök
skáld eða rithöfunda.53
Almennt sveiflast inngangskaflar Poestions milli aðdáunar annars
vegar og meðaumkunar hins vegar. Aðdáunin stafar fyrst og fremst
af meintri fjarlægð og einangrun íslenskrar menningar og er mjög
skyld hinni útbreiddu orðræðu þessa tíma um hetjulega baráttu
smáþjóðar við fjandsamlega náttúru landsins. Meðaumkunin byggir
á velviljaðri en samt sem áður yfirlætislegri afstöðu. Einnig lætur
þýðandinn í ljós efasemdir um gæði bókmenntanna sem hann hefur
helgað sig en vill engu að síður firra sig ábyrgð á. Í innganginum
að Jüngling und Mädchen segir hann til dæmis að skáldsagnaritun sé
enn ung og veikburða grein í íslenskum samtímabókmenntum og
að um tiltölulega einfalda sögu sé að ræða, með veikleikum í upp-
byggingu og persónusköpun.54 Í fyrstu útgáfunni er lesandinn jafn-
vel varaður við því að skáldsagan standi ekki fyllilega undir „hinum
52 „Das traurige, abgeschiedene Eisland im nördlichen Ocean lenkt ja nur selten die Blicke der
übrigen Welt auf sich.“ – Isländische Märchen, 1884, bls. 5.
53 „Ein einsames, ärmliches, herabgedrücktes und vom Weltverkehr fast ausgeschlossenes Volksleben
kann nicht solche Früchte tragen. Es ist schon verdienstlich genug, dass die Isländer unter solchen
Umständen ihre Poesie bewahrt und weiter entwickelt haben […]
Mein Mitleid mit dem isländischen Volke, das mir seine Geschichte eingeflößt, wie auch mein
natürliches Interesse an dem Stoff vieljähriger Arbeit mögen bewirkt haben, daß auch ich viel-
leicht die isländische Literatur im allgemeinen und einzelne Dichter oder Schriftsteller im
besonderen überschätzt habe.“ – Poestion, Isländische Dichter, 1897, bls. II.
54 Jüngling und Mädchen, 1900, bls. 8.