Milli mála - 2018, Qupperneq 107
MARION LERNER
Milli mála 10/2018 107
upplýstum viðtakendum. Mjög áhugavert er að með því að styðjast
mikið við önnur rit – og þá fyrst og fremst sín eigin – skapaði
Poestion umfangsmikil textatengsl. Þannig gerði hann sín eigin rit
að fjærtexum þýðingarinnar. Á starfsævi hans varð því til athyglis-
vert net texta sem hann tengdi opinskátt og á margvíslegan máta
hvern við annan, þar á meðal tímarits- og blaðagreinar. Textarnir
í þessu neti eru ekki tengdir gegnum textategund eða frumhöfund
heldur annars vegar viðfangsefnið, þ.e. íslenska menningu í víðum
skilningi, og hins vegar þýðandann eða höfundinn, þ.e. Poestion
sjálfan.
7. Neðanmáls- og aftanmálsgreinar
Athugasemdirnar sem Poestion lætur fylgja þýðingum sínum
eru jafn umfangsmiklar og inngangstextar hans. Í þessu er engan
mun að sjá á þýðingum hans á bundnu máli og óbundnu. Í ljóða-
safninu Steingrímur Thorsteinsson og í Eislandblüten gerir Poestion
athugasemdir rétt eins og í Jüngling und Mädchen. Þær eru jafnvel
meira áberandi, því þær koma fyrir sem neðanmálsgreinar og taka
svo mikið pláss á síðunni að þær ýta hluta viðkomandi ljóðs yfir
á næstu blaðsíðu.63 Í Jüngling und Mädchen notar Poestion neðan-
málsgreinar til að miðla þeim fáu upprunalegu aftanmálsgreinum
sem höfundurinn hafði sjálfur samið og til að hjálpa aðeins til við
lesskilning, t.d. varðandi gælunöfn. Aftanmálsgreinar Poestions
eru stundum aðeins örfá orð til skýringar, t.d. um örnefni, máls-
hætti eða staði, en mun oftar er um að ræða langa texta, sem fylla
stundum heilu blaðsíðurnar. Samanburður á fyrstu útgáfunni og
þeim síðari sýnir að Poestion setur ekki aðeins fram víðtækari upp-
lýsingar í síðari útgáfum heldur vísar einnig í mörg rit til viðbótar.
Margar skýringa hans líkjast stuttum ritgerðum um afmörkuð efni
eða færslum í alfræðiriti. Dæmi um þetta eru athugasemdirnar um
glímu og fald, sem gætu allt eins komið úr ferðabók eða þjóðfræði-
riti.64 Á stöku stað jaðrar upplýsingagjöfin við fáránleika, til dæmis
í kaflanum sem gerist á Bessastöðum, en þar lætur þýðandinn
63 Poestion, Steingrímur Thorsteinsson, bls. 108–109; Eislandblüten, bls. 24–25.
64 Jüngling und Mädchen, 1900, aftanmálsgreinar 2, bls. 192–193 og 27, bls. 194–195.