Milli mála - 2018, Page 110
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS
110 Milli mála 10/2018
nútímans.70 Ómögulegt er að líta fram hjá valdahallanum milli þess
sem skrifar og þeirra sem skrifað er um, en í skrifunum er gengið út
frá þessum mismun sem sjálfsögðum hlut.
8. Fullyrðingar um þýðingarstefnu
Sé leitað í hinum umfangsmiklu hliðartextum Poestions að beinum
skýringum á nálgun hans við þýðingarstörf eða þýðingarstefnu
hans koma aðeins stuttar og yfirborðskenndar staðhæfingar í ljós.
Þær tengjast oft frekar almennum fullyrðingum um að íslenskan sé
„óvenju erfið“, sem leiði til þess að „jafnvel besta þýðing íslenskra
ljóða hafi fjarri því sama áhrifamátt og frumverkin, sem flest ein-
kennist af afar áhrifaríkri málbeitingu“.71 Poestion telur til dæmis
að sér séu takmörk sett við val á ljóðum, því honum þyki erfiðast
að þýða þau fegurstu þannig að úr verði „listræn þýðing sem komist
aðeins nærri því að vera jafn áhrifarík og frumtextinn“.72 Hann
tilgreinir engar nánari ástæður eða dæmi, svo ómögulegt er að
segja til um það í hverju þessir erfiðleikar fólust. Í formálanum að
Isländische Märchen útskýrir Poestion að hann hafi ekki viljað hrófla
um of við upprunalegum og frumstæðum blæ þeirra, sérstaklega
þar sem þau búi „á annan bóginn yfir barnslegri einfeldni og á hinn
bóginn grófu en heilbrigðu skopskyni“ og fjalli því „blygðunar-
laust og barnslega opinskátt“ um hluti og aðstæður „sem við fágaða
fólkið erum vön að vísa aðeins til undir rós“.73 Hann gefur hins
vegar hvorki dæmi um þetta né nánari upplýsingar um aðferðafræði
sína. Þetta hljómar eins og ósk um umburðarlyndi, eða öllu heldur
um að þýðandanum verði ekki álasað fyrir mögulegt frjálsræði í vel-
sæmismálum, því það eigi rætur sínar að rekja til frumstæðrar, og
um leið óæðri, menningar.
Í Eislandblüten útskýrir Poestion að hann hafi viljað endur-
skapa „frumtextana með mestu mögulegu tryggð við hrynjandi
og innihald“, sérstaklega þar sem þeir myndu glata svo miklu af
70 Lerner, Von der ödesten und traurigsten Gegend zur Insel der Träume; Sumarliði Ísleifsson, Tvær eyjar á
jaðrinum. Ímyndir Íslands og Grænlands frá miðöldum til miðrar 19. aldar, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
Sagnfræðistofnum Háskóla Íslands, 2015.
71 Poestion, Steingrímur Thorsteinsson, bls. 4.
72 Poestion, Eislandblüten, bls. VIII.
73 Isländische Märchen, bls. XXII.