Milli mála - 2018, Page 110

Milli mála - 2018, Page 110
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS 110 Milli mála 10/2018 nútímans.70 Ómögulegt er að líta fram hjá valdahallanum milli þess sem skrifar og þeirra sem skrifað er um, en í skrifunum er gengið út frá þessum mismun sem sjálfsögðum hlut. 8. Fullyrðingar um þýðingarstefnu Sé leitað í hinum umfangsmiklu hliðartextum Poestions að beinum skýringum á nálgun hans við þýðingarstörf eða þýðingarstefnu hans koma aðeins stuttar og yfirborðskenndar staðhæfingar í ljós. Þær tengjast oft frekar almennum fullyrðingum um að íslenskan sé „óvenju erfið“, sem leiði til þess að „jafnvel besta þýðing íslenskra ljóða hafi fjarri því sama áhrifamátt og frumverkin, sem flest ein- kennist af afar áhrifaríkri málbeitingu“.71 Poestion telur til dæmis að sér séu takmörk sett við val á ljóðum, því honum þyki erfiðast að þýða þau fegurstu þannig að úr verði „listræn þýðing sem komist aðeins nærri því að vera jafn áhrifarík og frumtextinn“.72 Hann tilgreinir engar nánari ástæður eða dæmi, svo ómögulegt er að segja til um það í hverju þessir erfiðleikar fólust. Í formálanum að Isländische Märchen útskýrir Poestion að hann hafi ekki viljað hrófla um of við upprunalegum og frumstæðum blæ þeirra, sérstaklega þar sem þau búi „á annan bóginn yfir barnslegri einfeldni og á hinn bóginn grófu en heilbrigðu skopskyni“ og fjalli því „blygðunar- laust og barnslega opinskátt“ um hluti og aðstæður „sem við fágaða fólkið erum vön að vísa aðeins til undir rós“.73 Hann gefur hins vegar hvorki dæmi um þetta né nánari upplýsingar um aðferðafræði sína. Þetta hljómar eins og ósk um umburðarlyndi, eða öllu heldur um að þýðandanum verði ekki álasað fyrir mögulegt frjálsræði í vel- sæmismálum, því það eigi rætur sínar að rekja til frumstæðrar, og um leið óæðri, menningar. Í Eislandblüten útskýrir Poestion að hann hafi viljað endur- skapa „frumtextana með mestu mögulegu tryggð við hrynjandi og innihald“, sérstaklega þar sem þeir myndu glata svo miklu af 70 Lerner, Von der ödesten und traurigsten Gegend zur Insel der Träume; Sumarliði Ísleifsson, Tvær eyjar á jaðrinum. Ímyndir Íslands og Grænlands frá miðöldum til miðrar 19. aldar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, Sagnfræðistofnum Háskóla Íslands, 2015. 71 Poestion, Steingrímur Thorsteinsson, bls. 4. 72 Poestion, Eislandblüten, bls. VIII. 73 Isländische Märchen, bls. XXII.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.