Milli mála - 2018, Side 124
SKÁLDSAGAN 101 REYKJAVÍK Á RÚSSNESKU
124 Milli mála 10/2018
og orðið „þrá“: „Мужчина, имя тебе Том Ление“ (209): úr nafn-
orðinu „томление“ (tomleníje, þrá, angurværð) er hægt að sníða
nafnið „Tom“ og restin af orðinu fær að hljóma nokkuð eins og
erlent eftirnafn, Tom Leníje.
Í skáldsögunni er einnig leikið með erlend nöfn, þótt þess konar
orðaleikir komi þar mun sjaldnar fyrir en með íslensk nöfn. Eitt
skemmtilegasta dæmið um það er nafnið Hamlet, sem reynist
samhljóma orðunum „amlóði“ (en þetta nafn er sagt vera dregið
einmitt af þessu íslenska orði), „ommiletta“, „hamfletta“ og jafn-
vel „Hamlettermann í Hollywood“. Á rússnesku þurfti að færa
áhersluna í nafninu til þess að skapa orðaleikinn „Гамле́т –
омлет“7, en sérnafnið „Hamlettermann“, hver sem merkingin orðs-
ins er, skapar grunn fyrir frekari útúrsnúning: „хам Леттерманн“
(kham Lettermann, Lettarmann ruddi).
Leikur með merkingu mannanafnanna er mun meiri áskorun
fyrir þýðandann. Mannanöfn eru venjulega ekki þýdd á erlend mál
jafnvel þótt merking þeirra sé augljós (eins og t.d. íslensku eigin-
nöfnin Þröstur og Björn). Vegna orðaleikjanna þurfti stundum að
grípa til þess ráðs að útskýra merkingu nafnanna í textanum. Sem
dæmi má nefna að til að varðveita samhengið í setningunni „Linur
Björn í sínu híði að horfa á heimildamynd um aðra tegund …“
(189), var bætt við skýringu og útkoman varð eftirfarandi:
„Если кому интересно, моё второе имечко – Бьёрн – означает
«медведь». Так вот, этот медведь сидит в своей берлоге и
смотрит документальный фильм о другом виде животных …“
(225).
Ísl.: Ef einhver skyldi hafa áhuga, þá þýðir seinna nafn mitt „björn“. Og
svo situr þessi björn í sínu híði og horfir á heimildamynd um aðra dýra-
tegund …“
7 Í rússnesku getur áherslan verið á hvaða atkvæði sem er í orðum, og í sumum orðum er hún meira
að segja hreyfanleg eða breytileg, eftir falli og tölu, t.d. í sérnafninu „Гамлет“ (Gamlet, Hamlet)
er áherslan venjulega á fyrsta atkvæði, en hægt er að færa hana á það síðara í spaugilegum tilgangi,
eins og hér, þar sem áherslan í orðinu „омлет“ (omlet, „ommeletta“) er á síðara atkvæðinu. Áherslan
er hér merkt með kommu yfir stafnum „e“. Áherslur er alla jafna ekki merktar í prentuðum texta,
nema í tilfellum eins og þessum t.d.