Milli mála - 2018, Side 140

Milli mála - 2018, Side 140
STÖÐVARSTJÓRINN 140 Milli mála 10/2018 kallaður þrældómur? Ónæði jafnt á nóttu sem degi. Ferðalangurinn tekur alla gremjuna, sem hlaðist hefur upp á lýjandi ferðalagi, út á stöðvarstjóranum. Óbærilegt veður, lélegir vegir, þrjóskur ekill, latir hestar – allt er það stöðvarstjóranum að kenna. Ferðalangur sem gengur inn í fátæklegar vistarverur stöðvarstjóra, lítur gjarnan á hann sem óvin, og stöðvarstjórinn má teljast heppinn ef hann losnar fljótt við hinn óboðna gest. En hvað ef engir hestar skyldu nú vera til taks? … Guð minn góður! Hvílíkar skammir, hvílíkar hótanir sem hann þá fær yfir sig! Í rigningu og slyddu verður að hlaupa á milli húsa og í stormi og nístingsfrosti fer hann út á veröndina til að hvíla sig, þó ekki sé nema stundarkorn, á fyrir- gangi og hrópum í geðvondum gesti. Hershöfðingja ber að garði; stöðvarstjórinn lætur hann skjálfandi hafa tvö síðustu þríeykin, líka það sem ætlað er hraðboðanum. Hershöfðinginn fer sína leið án þess að þakka fyrir sig. Fimm mínútum síðar klingir í bjöllum! … og inn kemur sérlegur sendiboði sem fleygir ferðaskjölum sínum á borðið! Ef við skoðum málið frá öllum hliðum, fyllist hjarta okkar einlægri meðaumkun í stað gremju. Örfá orð í viðbót: í tuttugu ár hef ég ferðast um Rússland þvert og endilangt; ég þekki nánast hvern einasta veg; ég hef kynnst nokkrum kynslóðum póstekla; þeir eru fáir stöðvarstjórarnir sem ég þekki ekki í sjón, og fáir sem ég hef ekki átt viðskipti við. Þær athuganir sem ég hef gert á ferðum mínum hafa leitt mig að áhugaverðum niðurstöðum, sem ég vonast til að birta á prenti innan skamms; þangað til læt ég nægja að segja, að sú mynd sem almenningur hefur af stétt stöðvarstjóra er alröng. Stöðvarstjórar, sem hafa verið rægðir svo rækilega, eru í raun frið- semdarfólk, greiðviknir frá náttúrunnar hendi, mannblendnir, lítillátir þegar kemur að vegtyllum og ekki úr hófi fégráðugir. Í samtölum við stöðvarstjóra (sem ferðalangar úr röðum heldri manna hafa svo ranglega lítilsvirt) kemur margt fram sem er fróðlegt og upplýsandi. Hvað mig varðar, þá viðurkenni ég að ég tek slík samtöl fram yfir hjalið í einhverjum embættismanninum í sjötta þrepi, sem er á ferð í ríkiserindum. Auðvelt er að geta sér þess til að ég eigi kunningja í hinni æru- verðugu stétt stöðvarstjóra. Reyndar er minningin um einn þeirra mér afar dýrmæt. Atvikin leiddu okkur eitt sinn saman og um þennan mann ætla ég nú að ræða við mína kæru lesendur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/410578

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (2018)

Handlinger: