Milli mála - 2018, Side 141

Milli mála - 2018, Side 141
ALEKSANDER PÚSHKÍN Milli mála 10/2018 141 Árið 1816, í maímánuði, þurfti ég að fara um ***sýslu eftir vegi sem ekki er lengur í notkun. Ég gegndi þá lágri stöðu og hafði risnu sem dugði aðeins fyrir tveimur hestum milli póststöðva. Af þessum sökum voru stöðvarstjórarnir ekkert að stjana við mig, og ég þurfti gjarnan að beita hörðu til að fá það sem ég taldi að mér bæri. Þar eð ég var ungur og uppstökkur gramdist mér löðurmennska og heigulsháttur stöðvarstjóra sem lét hærra settan herra hafa hesta sem mér höfðu verið ætlaðir. Ég var líka lengi að venjast því hvernig smásmugulegir skósveinar báru matarfatið fram hjá mér í hádegisverðarboðum hjá landstjórum. Núorðið sýnist mér hvort tveggja vera í samræmi við rétta skipan hlutanna. Og, já, hvernig ætli færi fyrir okkur ef í stað hinna almennu sanninda, heiðra skaltu tign og titla, yrðu tekin upp önnur, til dæmis: heiðra skaltu vit og visku? Hvílíkar deilur hefðu ekki sprottið af því! Og hverjum hefðu þjónarnir snúið sér að fyrst? En nú held ég áfram með frásögn mína. Það var heitt í veðri þennan dag. Þremur röstum4 frá póst- stöðinni *** fór að dropa úr lofti, og eftir augnablik var komið úrhelli og ekki á mér þurr þráður. Þegar ég kom að póststöðinni var fyrsta hugsun mín sú að hafa fataskipti og síðan að biðja um te. – Hó, Dúnja! kallaði stöðvarstjórinn, – hitaðu samóvarinn, já, og sæktu rjóma. Við þessi orð kom stúlka, um það bil fjórtán ára, fram fyrir skilrúmið og hljóp út í skemmu. Ég varð agndofa yfir fegurð hennar. – Er þetta dóttir þín? spurði ég stöðvarstjórann. – Já, þetta er dóttir mín, herra, svaraði hann með nokkru stolti, – og svona líka skynsöm og rösk, alveg eins og móðir hennar sálug. Nú tók hann til við að skrá beiðni mína um nýja hesta, en ég fór að skoða myndir sem skreyttu fábreytt en snyrtileg híbýli hans. Myndirnar sýndu söguna um týnda soninn: á þeirri fyrstu var virðulegur gamall maður með nátthúfu og í morgunslopp að kveðja órólegan ungan mann sem í flýti tekur við blessun hans og peningapyngju. Á þeirri næstu var gjálífi unga mannsins dregið skýrum dráttum: hann situr til borðs, umkringdur fölskum vinum og blygðunarlausum konum. Þá mátti sjá unga manninn, sem hefur sólundað öllum eigum sínum, í tötrum með þríhyrndan hatt, sitja 4 Röst, 1067 metrar, er lengdareining sem notuð var í Rússlandi fram á 19. öld.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.