Milli mála - 2018, Síða 143

Milli mála - 2018, Síða 143
ALEKSANDER PÚSHKÍN Milli mála 10/2018 143 gift. Hugsunin um að annað þeirra væri fallið frá hvarflaði líka að mér og það setti að mér kvíða þegar ég nálgaðist stöðina ***. Hestarnir námu staðar við litla pósthúsið. Þegar ég kom inn í herbergið þekkti ég strax aftur myndirnar með sögunni af týnda syninum; borðið og rúmið stóðu á sama stað, en í gluggunum voru ekki lengur nein blóm og allt bar vott um niðurníðslu og hirðu- leysi. Stöðvarstjórinn svaf undir gæruskinnsúlpu; koma mín vakti hann og hann stóð upp … Þetta var sannarlega Samson Vyrín, en það sem hann hafði elst! Á meðan hann var að skrá beiðni mína um nýja hesta, virti ég fyrir mér gráar hærurnar, djúpar hrukkurnar í andlitinu, sem ekki hafði verið rakað lengi, bogið bakið – og undraðist hvernig þrjú eða fjögur ár gátu breytt hraustum manni í örvasa gamalmenni. – Þekkir þú mig ekki? spurði ég hann, – við erum gamlir kunn- ingjar. – Það má vera, svaraði hann snúðugt, – þetta er þjóðvegur; það hafa margir ferðalangar komið við hjá mér. – Er hún Dúnja þín við góða heilsu? hélt ég áfram. Gamli maðurinn yggldi sig. – Það má Guð vita, svaraði hann. – Jæja, hún er þá líklega gift? sagði ég. Gamli maðurinn lét sem hann heyrði ekki spurninguna, og hélt áfram að lesa beiðnina í hálfum hljóðum. Ég spurði einskis frekar og bað um að láta setja upp ketilinn. Forvitnin var farin að angra mig og ég vonaði að púnsið myndi losa um málbeinið á mínum gamla kunningja. Mér skjátlaðist ekki: gamli maðurinn hafnaði ekki glasinu sem ég bauð honum. Ég tók eftir því að rommið sló á geðvonsku hans. Á öðru glasi varð hann skrafhreifinn; mundi eða lét sem hann myndi eftir mér, og þá fékk ég að heyra frásögn sem vakti einlægan áhuga minn og snart mig djúpt. – Svo þú þekktir hana Dúnju mína, byrjaði hann. – Hver þekkti hana ekki? Æ, Dúnja, Dúnja! Þvílík stúlka sem hún var! Það var sama hver kom hér við, allir hældu henni og enginn hallaði á hana orði. Frúrnar færðu henni gjafir, vasaklút eða eyrnalokka. Herramenn stoppuðu hér gagngert undir því yfirskini að borða hádegisverð eða kvöldverð, en í raun og veru vildu þeir einungis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.