Milli mála - 2018, Page 145

Milli mála - 2018, Page 145
ALEKSANDER PÚSHKÍN Milli mála 10/2018 145 ráða? Stöðvarstjórinn lét honum eftir rúm sitt og ákveðið var að ef heilsa sjúklingsins yrði ekki betri næsta dag, skyldi sent eftir lækni til S***. Daginn eftir versnaði húsaranum. Þjónninn hans fór ríðandi til þorpsins að sækja lækni. Dúnja vafði edikvættum klút um höfuð sjúklingsins og sat með saumaskap sinn við rúm hans. Sjúklingurinn stundi þegar stöðvarstjórinn var nærri og sagði varla aukatekið orð, en drakk þó tvo bolla af kaffi, stundi og pantaði sér málsverð. Dúnja vék ekki frá honum. Hann bað í sífellu um að drekka og Dúnja bar honum krús með límonaði sem hún hafði út- búið. Sjúklingurinn vætti varirnar og í hvert sinn sem hann skilaði krúsinni þrýsti hann af veikum mætti hönd Dúnju í þakklætis- skyni. Þegar nær dró hádegi kom læknirinn. Hann tók púlsinn hjá sjúklingnum, talaði við hann á þýsku og tilkynnti síðan á rússnesku að hann þyrfti algera hvíld en gæti haldið ferðalaginu áfram eftir tvo daga. Húsarinn lét hann hafa tuttugu og fimm rúblur fyrir vitjunina og bauð honum að snæða með sér. Læknirinn þáði boðið og báðir borðuðu af bestu lyst, drukku flösku af víni og skildu sem mestu mátar. Annar dagur leið og húsarinn náði sér að fullu. Hann var alveg sérdeilis kátur, og lét móðan mása ýmist við Dúnju eða stöðvar- stjórann, blístraði lagstúfa, rabbaði við þá sem áttu leið hjá, skráði beiðnir þeirra í pantanabókina og á þriðja degi kunni stöðvar- stjórinn orðið svo vel við hann að honum þótti leitt að þurfa að skilja við sinn elskulega gest. Það var sunnudagur og Dúnja var á leið til kirkju. Komið var með sleða húsarans. Hann kvaddi stöðvarstjórann, launaði honum rausnarlega fyrir vistina og viður- gerninginn; hann kvaddi líka Dúnju og bauðst til að aka henni til kirkjunnar, sem var í útjaðri þorpsins. Dúnja stóð kyrr og var rávillt á svip … – Við hvað ertu hrædd? sagði faðir hennar, – hans tign er ekki úlfur og hann étur þig ekki: aktu með honum til kirkjunnar. Dúnja settist upp í sleðann við hlið húsarans, þjónninn stökk upp í ekilssætið, ekillinn blístraði og hestarnir sprettu úr spori. Vesalings stöðvarstjórinn skildi ekki hvernig hann hafði getað leyft Dúnju að fara með húsaranum, hvernig á því stóð að hann hafði verið svona blindur og hvað hafði orðið um skynsemi hans. Ekki var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.