Milli mála - 2018, Qupperneq 149
ALEKSANDER PÚSHKÍN
Milli mála 10/2018 149
Hann gekk að opnum dyrunum og staðnæmdist. Í herberginu, sem
var fagurlega skreytt, sat Mínskí þungt hugsi. Dúnja, sem klædd
var samkvæmt nýjustu tísku, sat á stólarminum hjá honum, eins
og reiðkona í enskum söðli. Hún horfði blíðlega á hann og vafði
svörtum lokkum hans um glitrandi fingur sína. Vesalings stöðvar-
stjórinn! Aldrei hafði honum virst dóttir sín svo glæsileg; hann gat
ekki annað en dáðst að henni.
– Hver er þar? spurði hún án þess að líta upp.
Hann þagði. Þegar Dúnja fékk ekkert svar, leit hún upp …
og féll með ópi á gólfteppið. Mínskí varð hræddur og ætlaði að
hjálpa henni á fætur en um leið og hann sá gamla stöðvarstjórann í
dyrunum lét hann Dúnju eiga sig og gekk til hans nötrandi af reiði.
– Hvað vilt þú eiginlega? sagði hann samanbitnum tönnum, –
hvað á það þýða að elta mig svona eins og glæpamaður? Ætlarðu
kannski að stinga mig á hol? Komdu þér út! Hann þreif kröftuglega
í hálsmál hans og hrinti honum út á stigapallinn.
Gamli maðurinn fór heim í íbúð sína. Félagi hans ráðlagði honum
að leggja fram formlega kvörtun, en þegar hann hafði hugsaði sig
um ákvað stöðvarstjórinn að láta kyrrt liggja og gera ekkert frekar í
málinu. Tveimur dögum síðar yfirgaf hann Pétursborg og tók aftur
til við sín fyrri störf á póststöðinni.
– Nú hef ég verið án Dúnju í þrjú ár, og ekkert hefur til hennar
spurst. Guð einn veit hvort hún er á lífi eða ekki. Allt getur gerst.
Hún er ekki sú fyrsta og ekki sú síðasta sem flannalegur ferða-
langur dregur á tálar, hefur á brott með sér, heldur hjá sér og kastar
svo burt. Þær eru margar, ungu stelpukjánarnir, sem einn daginn
klæðast satíni og flauelsklæðum en slæpast um göturnar ásamt
kráarskrílnum þann næsta. Þegar ég hugsa til þess að þannig geti
verið komið fyrir Dúnju, þá sækir ósjálfrátt að mér sú syndsamlega
hugsun að hún væri betur komin í gröfinni …
Þannig var saga kunningja míns, gamla stöðvarstjórans, saga
sem margsinnis var rofin af tárum, sem hann þurrkaði með mynd-
rænum hætti með jakkaerminni, eins og hinn kappsami Terentítsj
í ballöðunni dásamlegu eftir Dmítríjev.9 Tár þessi voru að nokkru
leyti tilkomin vegna púnsins, sem hann hafði drukkið svo mikið
9 Ívan Ívanovítsj Dmítríjev (1760–1837) var ljóðskáld og gegndi um tíma stöðu dómsmálaráðherra.
Terentítsj er persóna í ballöðu Dmítríjevs, „Skopmynd“ (rússn. „Карикатура“).