Milli mála - 2018, Blaðsíða 151
ALEKSANDER PÚSHKÍN
Milli mála 10/2018 151
sumar átti hefðardama leið hér um, og hún spurði sko um gamla
stöðvarstjórann og fór að gröf hans.
– Hvaða hefðardama? spurði ég forvitinn.
– Hún var dásamleg, svaraði strákhnokkinn, – hún ók um í
vagni með sex hestum fyrir, og með henni voru þrír drengir, barn-
fóstra og svartur kjölturakki. Þegar henni var sagt að gamli stöðvar-
stjórinn væri dáinn, þá fór hún að gráta og sagði við drengina: „Þið
sitjið stilltir hérna, á meðan ég fer í kirkjugarðinn.“ Ég bauðst til
að fylgja henni, en hún sagði: „Ég rata sjálf.“ Og hún gaf mér fimm
kópeka silfurpening – hún var svo góð, þessi hefðardama!
Við komum í kirkjugarðinn, eyðilegan stað og berangurslegan,
þar sem var aragrúi trékrossa sem ekki höfðu skjól af einu einasta
tré. Ég hafði aldrei séð jafn dapurlegan kirkjugarð.
– Þarna er gröf gamla stöðvarstjórans, sagði drengurinn og stökk
upp á sandhrúgu, þar sem stungið hafði verið niður svörtum krossi
með koparmynd.
– Og kom hefðardaman hingað? spurði ég.
– Já, hún kom hingað, svaraði Vanka, – ég fylgdist með henni úr
fjarlægð. Hún lagðist hérna og lá lengi. Og svo fór hún til þorpsins
og kallaði til prestinn, lét hann hafa peninga og ók burt, en mér gaf
hún fimm kópeka pening úr silfri – hún var svo indæl!
Ég gaf strákhnokkanum líka fimm kópeka pening og sá ekki
lengur eftir ferðinni eða rúblunum sjö sem ég hafði eytt.
Rebekka Þráinsdóttir þýddi úr rússnesku