Milli mála - 2018, Page 158

Milli mála - 2018, Page 158
AÐ NÆTURLAGI 158 Milli mála 10/2018 „Ég hefði getað gert þetta einn,“ glotti Bagretsov, „en það er skemmtilegra að hafa félagsskap. Og svo hugsaði ég líka að við værum gamlir vinir …“ Þeir höfðu verið fluttir hingað á sama skipi fyrir ári. Bagretsov nam staðar. „Leggstu. Annars sjá þeir okkur.“ Þeir lögðust niður og fóru að henda steinunum til hliðar. Hér voru engir stórir hnullungar sem þurfti fleiri en tvo menn til að flytja úr stað, vegna þess að þeir sem höfðu unnið að því að hrúga þeim upp um morguninn voru ekkert sterkari en Glebov. Bagretsov bölvaði lágt. Hann hafði meitt sig á fingrinum og það blæddi úr sárinu. Hann sáldraði sandi á það, reif lítið vattstykki úr jakkanum sínum og þrýsti á sárið en það hætti ekki að blæða. „Skortur á storkuefnum,“ sagði Glebov áhugalaus. „Ertu kannski læknir, eða hvað?“ spurði Bagretsov og saug fingurinn. Glebov þagði. Honum fannst mjög langt síðan hann hafði starfað sem læknir. Hafði hann einhvern tíma verið læknir? Of oft fannst honum heimurinn handan við fjöllin og hafið vera eins og hálfgerður draumur, eða hugarburður. Raunveruleikinn bjó í einni mínútu, einni klukkustund, einum degi í einu, frá lúðrakallinu að morgni þar til vinnu lauk að kvöldi. Hann var aldrei með neinar vangaveltur um framhaldið; hann hafði ekki orku í slíkt. Það gilti reyndar um þá alla. Hann vissi ekkert um fortíð annarra manna í búðunum og hafði ekki áhuga á að vita neitt um þá. En ef Bagretsov segðist á morgun hafa verið doktor í heimspeki eða marskálkur í flughernum, myndi Glebov trúa honum án þess að velta því frekar fyrir sér. Hafði hann einhvern tíma sjálfur verið læknir? Hann hafði ekki einungis misst hæfileikann til að meta slíkt heldur einnig athyglisgáfuna. Glebov sá hvernig Bagretsov saug blóð úr óhreinu sárinu en sagði ekki neitt. Sýnin smaug bara inn í vitund hans en hann skorti vilja til að bregðast við henni, reyndi það ekki einu sinni. Hann var aðeins meðvitaður um eitt, og það átti mögulega ekkert skylt við mannlega hugsun lengur, en það var sá ásetningur að bera burt steinana eins hratt og mögulegt var. „Þetta er líklega á miklu dýpi, ekki satt?“ spurði Glebov þegar þeir tóku sér stutt hlé frá vinnunni til að hvíla sig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.