Milli mála - 2018, Side 159
VARLAM SHALAMOV
Milli mála 10/2018 159
„Hvernig getur það verið djúpt niðri?“ sagði Bagretsov.
Og Glebov áttaði sig á því að spurningin hafði verið heimskuleg
og að auðvitað gæti holan ekki verið djúp.
„Hérna er hann,“ sagði Bagretsov. Hann teygði sig í áttina að
stórri tá. Táin stóð beint upp úr steinahrúgunni og sást vel í tungl-
skininu. Hún var ekkert lík tám Glebovs og Bagretsovs, ekki samt
vegna þess að hún væri lífvana og stirðnuð, það var lítill munur
hvað það varðaði. Nöglin á þessari dauðu tá var klippt, og táin sjálf
holdmeiri og mýkri en tær Glebovs. Þeir flýttu sér að kasta burt
steinunum sem huldu líkið.
„Þessi er mjög ungur,“ sagði Bagretsov.
Þeir tóku um fætur líksins og drógu það með erfiðismunum upp
úr gröfinni.
„Hann virðist svo hraustlegur,“ sagði Glebov og blés þungt.
„Ef hann hefði ekki verið svona vel á sig kominn hefði hann verið
jarðaður eins og við erum jarðaðir. Þá hefði ekki verið ástæða til að
koma hingað upp eftir í kvöld.“
Þeir réttu úr handleggjum hins látna og drógu skyrtuna af honum.
„Hann er í glænýjum nærbrókum,“ sagði Bagretsov ánægður.
Þeir tóku líka nærbolinn og Glebov faldi nærfötin undir vatt-
jakkanum sínum.
„Farðu heldur í þau,“ sagði Bagretsov.
„Nei, ég vil það ekki,“ muldraði Glebov.
Þeir lögðu líkið aftur í gröfina og hrúguðu steinum yfir það.
Tunglið kom upp og bláleit birta þess skein yfir steinana, á
strjálan skóg túndrunnar og lýsti upp hverja einustu klettasyllu
og hvert einasta tré á einstakan máta. Allt virtist raunverulegt en
á nýjan hátt, mjög ólíkt því sem sást í dagsbirtu. Það var eins og
heimurinn væri annar, hefði eins konar næturásýnd.
Nærföt hins látna höfðu hlýnað innanklæða hjá Glebov og virtust
ekki lengur eins framandleg.
„Það væri gott að fá sér að reykja núna,“ sagði Glebov.
„Þú færð að reykja á morgun.“
Bagretsov brosti. Á morgun myndu þeir selja nærfötin í skiptum
fyrir brauð, kannski fengju þeir líka örlitla tóbakslús …
1954 Áslaug Agnarsdóttir þýddi úr rússnesku