Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Page 55
setninguna voru 52 börn íneð lús og nit, en við skólaslit aðeins 14.
Um veturinn hélt ég fund með kennurum skólans og bar þar fram
áskorun til skólanefndar um að víkja skyldi lúsugu börnunum úr
skólanum. Samþykktu allir kennararnir áskorun þessa, en skólanefnd
fékkst ekki til að sinna henni.
Ólafsfí. Eftir því, sem ég hefi átt að venjast, eru börnin hér (133
alls) heldur þroska- og framfaralítil. Eftir Tallquist höfðu 3 börn
55% hæmoglobin, 17 (10%, 4(1 65%, 54 70%, 10 75% og 2 80%.
Vestigia rachiditis höfðu 6, strabismus 1, amaurosis á öðru auga 1,
acrocyanosis 1, scoliosis 3, hypertroph. tonsill 22, vegetationes
adenoideae 5. Eitlaþrota höfðu 59, sem skýra má með hinum tíðu
tannskemmdum.
Svarfdæla. Hryggskekkjuvott höfðu rúmlega 60 börn, að talið var,
en flest svo iítinn, að aðeins varð merktur. Nokkur börn höfðu fleiri
eða færri signa rachitidis. Ekkert barn hafði mikinn eitlaþrota, 19
talsverðan, en á nálega öllum fannst til eitla. 1 barn hafði mikinn
eitlingaauka, 26 nokkurn. Mac. corneae 1, conjunctivitis 1, otit. med.
chron. supp. 1, anaemia 10, periostitis calcanei 1, dermatomycosis
pedum 1, urticaria 3 (börn alls 225).
Akureyrar. í barnaskóla Akureyrar (585 börn) höfðu gallaða sjón
35 börn, heyrnardauf 4, kokeitla stækkaða 202, eitlaþrota á hálsi,
undir hönduin og' í nárum 451, kvef, slímhljóð og andardráttarbreyt-
ingar 44, mögur og of létt, miðað við hæð, 191, psoriasis 2, nafla-
kviðslit 1, eczema 2, hryggskekkju 8, morbus cordis 1, icthyosis 1.
Utan Akureyrarkaupstaðar (298 börn): Gallaða sjón 35 börn, heyrn-
ardauf 2, kokeitla stækkaða 87, eitlaþrota á hálsi, undir höndum og
í nárum 227, hryggskekkju 2, kvef, slímhljóð og andardráttarbreyt-
ingar 23, mögur og of létt, miðað við hæð, 102.
Höfðahverfis. Af 11 börnum, sem skoðuð voru fyrir áramót, höfðu
3 smá-adenitis colli og' 1 scoliosis.
Reykdæla. Alls skoðuð 69 skólabörn. Engu barni bönnuð skólavist
sökum lasleika.
Húsavikur. Anaemia 7, adenoitis 4, adenitis non tb. 53, acne faciei
1, adipositas 3, balbitatio 1, blepharitis 7, cicatrices post. combust.
1, cicatric. post. operation. 7, cystitis 2, defectio visus 10, ekzema 5,
haemangioma 2, hernia umbilical. 3, hyperthyreoidismus 2, hypher-
trophia tonsill. 30, laryngitis 2, mb. cordis 1, naevi pigmentosi 5,
neurasthenia 2, pleuritis 1, psoriasis 2, rachitis (vestigia) 7, scoliosis
6, struma 1, seq. fract. 2, se([. poliomyelit. 2, ulcera nar. non. tb. 2,
urticaria 3 (börn alls 255).
Öxarfj. 113 börn. Kokeitlastækkun hjá 37 og' jafnframt eitlaauki
í nefkoki hjá 3. Eitlaþroti á hálsi 6 (óverul., frá tönnum), óþol í
augum og nærsýni 4, struma 2 (systur) og pes planus 1. í Öxarfirði
er börnunum g'efið lýsi. Var fyrst gert í fvrra (í skólanum). Eitla-
stækkun á hálsi er þar fágætust, sérstaklega miklu sjaldgæfari en
1936. Hins vegar eru tannskemmdir þar öllu tíðastar og mestar.
Vopnafj. Við skólaskoðun hefir ekki borið á veikindum eða van-
þrifum í börnum, svo að teljandi sé.
Ilróarstungu. Blepharitis 2, bronchitis ac. 4, conjunctivitis 2, eitla-