Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Side 98

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Side 98
9(5 nú er breytt um þannig, að hér sést nálega aldrei drukkinn útlend- ingur, heldur eru það íslenzku sjómennirnir, sem að þessum ófögn- uði standa. Ólafsfj. Áfengisnautn er töluverð að vetri til og á skemmtunum. Áfengisverzlanir á báða bóga, sem sé á Siglufirði og Akureyri, og samgöngur með mjólkurbát tvisvar og þrisvar í viku. Talsverð notk- un á kaffi og tóbaki. Um heimabrugg er mér ókunnugt. Svarfdæla. Tóbaksautn hefir áreiðanlega minnkað dálítið á árinu. Markar héraðslæknir það sumpart af því, sem hann sjálfur þekkir til, sumpart af því, að hann hefir fengið þær upplýsingar frá aðalverzl- uninni hér, útibúi KE5A, að að hún hafi selt fyrir kr. 3000,00 minna af tóbaksvörum á árinu en árið á undan, og hvorki héraðslæknir né útibússtjóri telja neinar líkur til, að héraðsbúar hafi keypt venju meira af þessuin vörum annars staðar. Höfðahverfis. Ég hefi mjög lítið orðið var við áfengisnautn í hér- aðinu og ekki heyrt getið um neinn drykkjumann. Vopnafj. Áfengisnotkun mjög lítil í þessu héraði. Tóbaksnotkun er einnig fremnr lítil, en kaffi nota menn hér að því er virðist álíka mikið og annars staðar. Seijðisfj. Kaffi of mikið drukkið. Vín- og tóbaksnautn svipuð hér og í öðrum kaupstöðum. Norðfj. Ekki vil ég segja, að áfengisnautn sé meiri en verið hefir. Hún er alltaf mikil. Og ekki er farið dult með. Eru dansleikir hér annálaðir fyrir „fyllirí og slagsmál“. Lítið virðist verðhækkunin á tóbakinu draga úr neyzlunni. Bernfj. Tóbaksnautn almenn. Hér reykja svo að segja allir pípu, og fáir unglingar sjást pípulausir lengi eftir að þeir eru fermdir. En hér er annað verra á ferðinni, sem ég' hefi ekki vitað um með vissu i'yrr en í vetur, en það er, að allmörg börn, jafnvel 7—9 ára, og dæmi eru til um yngri, eru orðin meira eða minna svæsnir tóbaksneytendur. Dæmi eru til þess, að skólabörn skreppa heiin eða inn á WC til þess að geta reykt í frimínútunum, og börn, sem eiga neftóbaksmenn fyrir feður og eiga því erfiðara með að ná í tóbak, reykja moð til þess að vera með. Reyktóbaksbréfin liggja vitanlega á glámbekk oft og tíð- um á heimilum, þar sem reykt er, og er þá hægt um vik fyrir börnin að ná í þau og venjast þau þannig á hnupl. Vindlingabútar eru hirtir hvar sem er. Og yfirleitt leita börnin leyfilegra og óleyfilegra ráða til þess að ná sér í tóbaldð. Nokkuð hefir verið gert í vetur til þess að hamla á móti þessum ófögnuði, en óvíst er um árangur. Áfengis verður einkum vart i sambandi við skemmtanir eins og áður, en þær eru þó orðnar friðsamari en Jiær voru á tímabili. Nokkuð er pantað af vínum frá Áfengisverzluninni, en aftur á inóti er heldur minna um brugg, einkum eftir að hellt var niður fyrir einum helzta bruggaranum síðastliðið sumar. Hornafj. Kaffis og tóbaks mun vera neytt hér líkt og gengur og gerist. Lítið mun þó reykt af vindlingum, aðallega vegna dýrleika, en færist þó heldur í vöxt. Áfengisnautn lítil. Bruggun þekkist naum- ast nema máske lítilsháttar til heimilisnota á 1 eða 2 bæjum í sýsl- unni. Einstaka maður pantar við og við nokkrar flöskur af „svarta-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.