Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Page 106
104
nú eru komnar. En er nu ekkert varhugavert við þetta? Hvað segja
uppeldisfræðingar vorir um það? Þetta mál hefir lengi verið mér
umhugsunar- og áhyggjuefni. Það er alkunn, sorgleg, en óhrekjandi
staðreynd, að sveitasamkomurnar liafa árum saman haft á sér rauna-
lega lítinn siðfágunarbrag, margar hverjar, ef ekki vel flestar. Dryklyju-
skapur er þar ofoft allverulegur, stundum hlátt áfrain ægilegur, bæði
kvenna og karla. Hóflausar reykingar beggja kynja og skefjalítil kyn-
hvatalausung blasir við allra augum. Slagsmál og meiðingar eru elcki
fátíðir atburðir. Hver sanngjarn maður mun við það kannast, að
þetta allt eru myndir úr þjóðlífi voru, sem ekki eru sérlega fáséðar
undir sama þaki og heimavistarskólarnir. Margt það, sem hvert for-
eldri sízt mundi kjósa að hafa fyrir börnum sínum eða láta þau
verða vitni að, getur þarna að líta í ferlegri mynd og ægilegri. Þetta
mál er vissulega þess vert, að því sé gaumur gefinn.
Grímsnes. í 4 hreppum héraðsins eru heimavistarbarnaskólar,
byggðir eftir kröfum nútímans með áföstu leikfimishúsi við 3 þeirra.
í Laugardalshreppi er notuð rúmgóð stofa, laugahituð, til kennsl-
unnar. í Grímsneshreppi er enn þá farkennsla og kennt á 2 stöð-
um, og eru þeir viðunanlegir.
Keflavikur. Allir slcólar héraðsins eru of litlir nema einn, sem er
nýr, nefnilega nýi skólinn í Höfnum. I honum er ágæt kennslustofa,
og í annari álmu er leikfimissalur, sem er líka fundar- og skemmti-
salur. í Grindavík er kennt á tveimur stöðum, en skólastofur alger-
lega ófullnægjandi.
12. Barnauppeldi.
Læknar láta þessa getið:
Vestmannaeijja. Barnauppeldi misjafnlega gott, sums staðar aga-
laust og bölvað. Barnaleikvöllur ræktur hér í sumar eins og fvrra ár.
Barnaverndarnefnd starfar að uppeldismálum vanræktra barna.
Eyrarbakka. Börn hér á Eyrarbakka og Stokkseyri eru ákaflega
illa sett sakir þess, að þau hafa engan friðhelgan stað til að iðlca
leiki sína á. Túnin eru varin fyrir þeim ekki síður en skepnunum.
Helzta athvarfið er gatan og fjaran, sem hvort tveggja eru stórhættu-
legir leikstaðir. Á haustin eru kálgarðarnir notaðir, en þaðan koma
börnin oft ötuð úr hinum viðbjóðslegasta óþverra, því að sumir hella
þangað í viðlögum mannasaur og öðru slíku góðgæti.
Keflavíkur. Barnauppeldi mun vera svona upp og niður hér sem
annars staðar. Börn virðast almennt ekki veJ að sér í kurteisissiðum,
og þó veit ég ekki, hvort þetta er verra hér en annars staðar. Nokkuð
ber á ljótum munnsöfnuði og kvelddroll er að minnsta kosti tölu-
vert á mörgum unglingum í Grindavík.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. í góðu lagi.
Hesteyrar. Meðferð þurfalinga góð.
Reykjarfj. Meðferð þurfalinga yfirleitt góð.
Miðfj. Meðferð þurfalinga góð.