Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 79
Svarfdæla. Viðstaddur þriðjung fæðinga. Aigengast tilefni sótt-
leysi og' þróttleysi og' sjaldnast hægt að gera sér grein fyrir orsökum.
Einu sinni varð ég að sækja fylgju með hendi. Var sóttur til konu
í Ólafsfirði (héraðslæknir ekki heima), sem fékk barnsfararkrampa.
Var hún búin að fá 10—12 köst, þegar ég kom, og útlitið slæmt, engin
útvíkkun á leg'opi. Krampinn datt niður af morfíni og klóral, en
coma hélzt. Ég treysti mér ekki til að skera eftir fóstrinu, eins og
ástatt var, og lagði með konuna til sjúkrahússins á Siglufirði, og
þar náðist barnið með keisaraskurði, lifandi, en dó innan sólar-
hrings. Konan raknaði við eftir langa mæðu og komst til fullrar
heilsu. Hafði 1 fósturlát til meðferðar, fjölbyrja, 20 ára, lifði. Eng-
inn abortus provocatus. Enginn leitaði ráðleg'ginga um takmörkun
barneigna. Held, að verjur séu lítið notaðar.
Akureijrar. Enginn abortus provocatus framkvæmdur hér utan
sjúkrahúss Akureyrar og þar aðeins samkvæmt medicinskum indi-
kationum. Enginn hefir á árinu leitað ráða hjá mér um takmörkun
harneigna, og til hinna læknanna hér hefir lítið sem ekkert verið
leitað í þessum erindagerðum. Um fósturlát, önnur en abortus
provocatus, hefir verið 'mjög lítið, en þó munu vera einhver fleiri til-
felli en þau 2, sem nefnd eru í skýrslum Ijósmæðra.
Höföahverfis. 8 sinnum vitjað, oftast vegna sóttleysis eða þess, að
konan óskaði eftir deyfingu. Föst fylgja í eitt skipti, svo að sækja
varð hana með hendi. Ollum börnunum heilsaðist vel. Engin kona
fór fram á fóstureyðingu á árinu. Lítið mun notað hér af varnar-
gögnum. 2 fósturlát. tveggja og þriggja mánaða.
Reykdæla. 10 sinnum viðstaddur fæðingar. í 3 skipti var fæðing
langvinn og hriðar veikar, en eftir að konurnar höfðu fengið hvild
með morfíni, g'ekk fæðing' vel með lítils háltar örvun. Abortus 2
tilfelli, bæði í Revkjadal, bæ'ði í 3. mánuði, óvist um orsök. Kon-
unum heilsaðist vel, án þess að gera þyrfti abrasio. Ekki hefir verið
farið fram á abortus provocatus. Nokkrir menn hafa óskað eftir
upplýsingum um varnir gegn getnaði, og' hefi ég yfirleitt ráðlagt
condom.
Húsavíknr. Ljósmæður geta ekki um nein fósturlát, en þó mun
eitthvað hafa verið af þeim, því að hér á sjúkrahúsinu hafa komið
4 konur, sem hafa áreiðanlega misst fangs, en ekki kallað til Ijós-
móður. Allar þessar konur, sem á sjúkrahúsið komu, voru giptar
fleirbyrjur, 2 voru á öðrum mánuði og 2 á þriðja. Ekki skal dæmt
u m takmörkun barneigna, en eitthvað mun þó um það.
Öxarfj. Ljósmæður gela um 1 fósturlát, en ég vissi um a. m. k.
1 í viðhót. Tilraunir takmarkana harneigna munu ekki fara í vöxt.
Það er til, að ljósmæður láti sæltja lækni heimskulega snemma —
misnoti rétt sinn. Sé nii læknir í annríki, sem oft er, getur verið
hætta á, að hann hefjist handa of sneihma og stórhætta stafað af.
Eg sat t. d. nýleg'a 4 sólarhringa yfir konu langt í burtu, eiginlega
að tilefnislausu. Lögmál tilviljana er snúið, en það er til. Á 3%
sólarhring í sjálfri sláturtíðinni fæddust tvennir tvíburar í hérað-
inu. Mæðurnar voru livor um sig þær allra fátækustu í sinni sveit.
Önnur hefir sjálf verið heilsutæp og sum börn hennar og 2 farizt