Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 111
109
Reykdæla. Húsakynni yfirleitt góð, sums staðar ágæt, ný eða ný-
leg og' sæmilega vönduð steinhús. Þó eru enn sums staðar léleg húsa-
kynni, gamlir og kaldir hæir og enn verri timburhús.
Öxarf]. Ekkert nýtt er um þrifnað að segja, nema hann fer alltaf
vaxandi — undanskilið utan húss á Raufarhöfn. Ekkert nýtt íbúðar-
hús byggt á árinu, en eitthvað lagfært og lítils háttar byggt af úti-
luisum. Gert var við 1 kirkjuhjall og læknisbúsíað — nú þegar til
mikilla bóta.
Þistilfj. Fá ný hús reist þetta ár, þó 1 íbúðarhús í Þórshöfn. 1 stein-
hús, veit ég til, að sé í smíðum í sveitinni. Um framför í þrifnaði er
varla að tala. Þó er hvert vatnssalerni, er við bætist í héraðinu, mikil
framför, því að þeir munu varla vera til, sem ekki kunna að meta
kosti þeirra.
Vopnafj. Húsabyggingar féllu að mestu niður á árinu. Ekkert stein-
hús var byggt, en á 2 bæjum voru eldri torf- og timburhús rifin og
byggð upp að nýju að mestu úr gömlu.
Hróarstungu. Engin nýbygging á árinu. Viðast hvar eykst þrifn-
aður utan húss og innan. Salerni koma þó ekki fljótt upp. Eitt veit
ég um, sem byggt var yfir safnþró, en það langt frá bænnm, að ég
efast um, að það verði mikið notað á vetrum.
Noröfj. Litið sem ekkert bvggt að nýju síðari árin. Nokkuð afíur
gert að því að „bæta“ íbúðir eða „innrétta" á ný gamlar. Getur það
litið laglega út, en litið vandað til þess. Krossviður er mikið notaður
í skilrúm og innan á, einnig til hurða. Mun það endingarlítið, kalt og'
einkum eldfimt. Ekki er óalgengt, að um leið séu settir upp vatns-
kamrar og sums staðar bað. Þó er vatnsskortur og einkum afrennslis-
leysi því til hindrunar, að almennt geti þetta orðið enn. Þrifnaði enn
ábóta vant of víða. Eitthvað bogið við menntun barnakennara á þessu
sviði. Hefi ekki orðið var við, að íslenzkir barnakennarar leggi neina
áherzlu á persónulegt hreinlæti barnanna. Börnunum ekki haldið til
handaþvottar, auk heldur að nefnt sé við þau að skafa undan nögl-
um. í barnaskólum menningarlanda er þetta frumatriði í hreinlætis-
kröfum til barnanna. Einnig munu vera sladega notaðir þeir mögu-
leikar til þrifnaðar, sem liggja í skólabaðinu. Börnin fara jafnóhrein
úr steypibaðinu, ef aldrei er borin sápa á. Það verður seinlegt verk að
uppræta óþrifnaðinn, ef börnin kvra ekkert í því annað en það, sem
lieimilin hafa fyrir þeim.
Berufj. 2 íbúðarhús reist, bæði úr timbri. Að öðru leyti hafa bygg-
ingarframkvæmdir legið niðri.
Hornafj. Fyrir húsabyggingar hefir að mestu tekið í héraðinu, síðan
dýrtíðin skall á. Mikið byggt á síðustu árum. Þrifnaði fer hægt, en
þó bítandi fram. Lítið bætist samt við af salernum. A 3 bæjum í hér-
inu hefir verið komið upp vindrafstöðvum til raflýsingar. Þykja þær
liin mestu þing', og er von fleiri. 2 þessara stöðva eru 200 volta, en
1 1000 volta.
Siðu. 2 íbúðarhús voru endurreist og lokið við hið 3. 1 rafstöð var
reist og auk jiess 2 smáar hleðslustöðvar, knúðar vindi. Annars strand-
aði húsagerð sums staðar á efnisskorti.
Mýrdals. Húsakynni og þrifnaðnr i sæmilegu lagi.