Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 113
111
grænkálið, og stendur það óskemint í görðunum allt fram i janúar-
febrúar. Skarfakálið stenzt engan samanburð við grænkálið, hvorki
livað rælctun snertir eða notagildi.
Reijkjarfj. Fatnaður er óbrotinn og hlýr, mest ullarfatnaður úr
innlendum efnum. Ivvenfólk klæðist þó gerfiefnafötum, líkt og í
kauþstöðum. Börn eru flest hlýlega klædd, þótt fátæk séu. Matargerð
ineð svipuðum hætti og annars staðar, en lítið um nýmetisneyzlu.
Neyzla jarðarávaxta er mjög lítil og iítið um jarðrækt í sveitinni.
Hólmavíkur. Kartöflurækt vex hröðum skrefum.
Blöndaós. Ræktun matjurta fer mjög í vöxt, einkum að því er fjöl-
breytni snertir. Grænkál, blómkál og' gulrætur eru nú ræktaðar á ýms-
um stöðum, einkum hið fyrst nefnda. Frá einstaka bæ var farið á
grasafjall dag og dag í einu, en annars var sá siður alveg niður lagður,
nema helzt liti í Nesjuin.
Sauðárkróks. Fólk notar mikið prjónaföt, einkum í sveitinni. Einn-
ig eru mikið notuð vinnuföt frá íslenzku vinnufatagerðunum og utan-
yfirföt úr íslenzkum verksmiðjudúkum. Kaupstaðarbúar flestir munu
hafa næga mjólk. Margir hafa kú sjálfir, og næg mjólk fæst ávallt í
mjólkursamlaginu. Bændur munu ekki láta frá sér svo mikla mjólk,
að þeir haí'i elcki nægilegt til heimilisnotkunar. Þó má vera, að ein-
hver brögð séu að því á stöku stað. Nýtt kjö{ og fiskur fæst nú allt
árið, að heita má. Garðamat hafa menn haft níeð minna móti í vetur.
Allmikils er neytt af hrossakjöti, einkum í sveitinni.
Ólafsfj. Fatnaður og matargerð í svipuðu horfi og áður. Þar sem
almenningur hafði óvenju mikla peninga handa á milli í haust, tel
ég, að fólk hafi birgt sig venju fremur vel að kjöti og sláturafurðum.
Saumanámskeið var haldið á vegum kvenfélagsins í þorpinu, eins og
tiðkazt hefir.
Svarfdæla. Talsvert er unnið i heimahúsum úr ull og tvisti, og fer
vaxandi, enda hjálpar nú tízkan til.
Akureyrar. í Akureyrarbæ gengur fólk yfirleitt sæmilega vel til
fara. Mataræði mun hafa færzt í réttara horf nú hin síðustu árin,
sérstaklega með tilliti til þess, að mjólkur-, kartöflu- og grænmetis-
neyzla hefir aukizt stórum og sömuleiðis fjölbreytni í mataræðinu.
Höfðahverfis. Menn ganga mikið í ullarsokkum, nærfötum og peys-
uin og' vinna úr ullinni að miklu leyti héima í héraðinu. Meira ofið
heima þetta árið en áður. Menn lifa mest á kjöti, fiski og injólkur-
mat. Matarskammturinn endist yfirleitt vel. Þó hefir nokkuð borið á,
að sykurska 111 mturinn reyndist knappur, þar sem nesta þarf sjó-
inenn til róðra. Karöflur alls staðar nægilegar til heimilisþarfa.
Reykdæla. Fatnaður hér og annars staðar virðist sæmilegur um
flest og hagkv.æmur. Mataræði, ætla ég, að sé yfirleitt viðunanlegt.
Mjólkurneyzla er mikil og smjör til viðbits. Annars er aðalfæða manna
kjöt og slátur, nokkuð fiskur, í Mývatnssveit silungur, rófur og
kartöflur, lítið af öðru grænmeti. Fjallagrös nokkuð notuð og neyzla
berja og berjaafurða fer vaxandi. Nokkurs er vitanlega neytt af hveiti
og sykri, en varla til skaða, enda óvíst, hvort kenningar sumra uin
skaðsemi þessara fæðutegunda —- með öðrum mat — séu að öllu
leyti réttmætar.