Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Side 209
207
að gegna, ef öflugrar aðstoðar væri að vænta af hálfu hinna erlein*.
gesta, sem eðlilegt er að leita, ekki einung'is til að firra þá óhollu um-
tali, sem þeir kjósa að forðast, heldur einnig með tilliti til þess, að
fyrir hendi er yfirlýsing þeirra um sameiginlegan málstað þeirra og
sináþjóðanna í yfirstandandi ófriði, svo og scrstaklega um, að þeir
muni umbuna oss gistinguna með því að tryggja sérstöðu vora og'
sjálfstæði. Ef þeir virða þannig hið minna, hversu miklu fremur ber
þeim ])á ekki að virða hið meira: þnð, er eitt getur gefið oss nokkra
sérstöðu og sjálfstæðan tilverurétt. Hvernig væri að kaupa því fyrir
falslausa samvinnu um siðferðismálin og önnur mál, er varða vernd-
un þjóðernis vors í þessum þrengingum, að vér gætum allrar nauð-
synlegrar varkárni í opinberum umræðum um misfellurnar og þess
einkum sem trúlegast að gefa ekki andstæðingum Breta neitt tilefni til
rógsherferðar g'egn þeim i því sambandi?
10. Um leið og ég hreyfði því, hve æskileg væri slík samvinna, sem
ég er sannfærður um, að ein megnar, ef nokkuð fær því áorkað,
að tryggja verulegan árangur af sjálfsögðum, róttækum aðgerðum
vor sjálfra, gafst mér tilefni til að drepa lauslega á nokkur atriði,
er mikils vert væri, að stjórn setuliðsins léti til sin taka: a) Sívak-
andi áróður meðal setuliðsmannanna, er beindist að því að kynna’
þeim hinar sérstöku aðstæður hér á landi fyrir hið hættulega hlut-
fall á milli fjölda setuliðsins og smæðar þjóðarinnar. Fyrir því mættu
þeir ekki leyfa sér það hér í viðskiptum við landsbúa, sem seluliðs-
menn með fjölmennum þjóðum leyfa sér, án þess að þjóðarvoði stafi
af. b) Virka aðstoð við að hindra sem allra mest aðgang setuliðs-
nianna að íslenzkum heimilum og hvers konar náin, persónuleg kynni
þeirra við landsbúa. í þessu sambandi var ég' inntur eftir því af for-
ingjanum, sem við inig ræddi, hvort honum hefði þá ekki átt að leyf-
ast að heimsækja hér vini sína, er hann hefði kynnzt mörgum árum
fyrir hernámið. Eftir noklcra umhugsun lét ég á inér skiljast, að
hann hefði átt að gefa gott fordæmi með því að láta það ógert.
e) Ráðstafanir til þess, að hætt yrði að fela hinn svo nefnda Breta-
þvott íslenzkum heimilum, en fyrir hann hefir fjöldi þeirra verið
opnaður upp á gátt fyrir setuliðsmönnum og þau kynningarsambönd
tekizt, sem ekki þarf að fara i grafgötur uni, að reynzt hafa og reyn-
ost munu afdrifarík. Ætti í þess stað að reisa þvottahús á heituin
stöðum með mikilvirkum vélum, er krefðust fárra starfsmanna,
einkuni fárra lcvenna, er nú væri svo mikill hörgull á til starfa fyrir
landsmenn, að til vandræða horfði. Þá væri og vatnsskorturinn i
Reykjavík út af fyrir sig ærið tilefni til þessara ráðstafana þar.
d) Ráðstafanir til þess að setuliðsmönnum yrði séð fyrir samkomu-
og skemmtistöðum út af fyrir sig, og bæri einkum að legg'ja áherzlu
á, að hinar svo nefndu Bretaknæpur fslendinga, sem sprottið hafa
upp eins og gorkúlur, yrðu tafarlaust lagðar niður, bæði fyrir það,
að húsnæði það, sem þeim er fengið, má hafa til þarfari nota ís-
lendingum sjálfum í húsnæðislausum bæjum og hve mjög þær ganga
á starfslið kvenna i landinu, svo og fyrir hitt, hve hættulegar per-
sónulegar kynningarleiðir þar opnast inilli setuliðsmanna og ís-
lendinga. Ásókn kvenna að komast á jiessa staði má marka af jiví,