Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Page 209
— 207 —
1956
vottorð um líðan stefnandi, og er það
svohljóðandi:
»,Konan er ennþá hér á Kleppi. Hún
er ennþá rúmliggjandi, þó hún flesta
daga fari eitthvað fram úr rúminu og
hreyfi sig um í herbergi sínu með
staf og studd við vegg.
Fvrir nokkrum vikum var henni
leyft að fara heim til systur sinnar
um tíma (vegna dauðsfalls í fjölskyld-
unni).
Hún var stirðari i hreyfingum og
óöruggari við að fara fram úr, er hún
kom aftur, en að öðru leyti virtist hún
svipuð.
Heildarástand er hið sama og var i
uóv. 1956 og álit hið sama. Hún er
tvimælalaust 100% öryrki.“
•••, sérfræðingur i lyflækningum,
Feykjavík, hefur með læknisvottorði,
óags. 6. júlí 1957, metið örorku stefn-
andi, og er niðurstaða hans á þessa
leið:
„Af gögnum þeim, sem fyrir liggja,
virðist vafalitið, að ofangreint slys
eigi sök að núverandi ástandi kon-
unnar og að hún hafi verið með öllu
uvinnufær frá slysdegi til þessa dags.
Hins vegar ætti ekki að vera úti-
iokað, að hún fái einhvern bata, en
hve mikill hann verður eða hvenær
endanlega er hægt að meta örorku
konunnar, treysti ég mér ekki til að
segja um að svo komnu, þótt liðin séu
hrjú ár frá slysdegi.
Vinnugeta: Engin eins og er.
Ororka: 100% p. t. Endurmat ætti
a® fara fram í júní 1958.“
Sami læknir segir í læknisvottorði,
dags. 28. janúar 1958:
„I vottorði ..., deildarlæknis á
Kleppsspítala, dags. 9. janúar 1958,
segir, að konunni hafi frekar farið
aftur s. 1. ár heldur en hitt, þannig
að hún hefur t. d. ekki getað farið
iram úr rúminu s. 1. hálft ár eða svo
vegna svima, ógleði og magnleysis.
lekið er fram í ofan nefndu vottorði,
að horfur á verulegum bata hjá kon-
unni virðist hverfandi úr þessu.
Undirrituðum finnst ástæða til að
*tla, að slysið 1. april 1954 eigi sök
a uúverandi ástandi konunnar, og
eftir upplýsingum lækna þeirra, sem
hafa stundað hana, virðist ekki ástæða
til að fresta varanlegu örorkumati öllu
lengur, en hún hefur, eins og að fram-
an segir, verið algerlega óvinnufær,
frá þvi að slysið varð, og engar horf-
ur á því, að hún verði nokkurn tíma
vinnufær.
Varanleg örorka telst hæfilega metin
100% frá slysdegi
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um eftirtalin
atriði:
1. Hvort ætla megi, að stefnandi,
Á. M. S. hafi hlotið örorku, þar með
talda varanlega örorku, af meiðslum
þeim, er hún hlaut í bifreiðinni R ...
hinn 1. apríl 1954?
2. Verði því játað, er spurt, hver
sú örorka teljist hæfilega metin allt
frá slysdegi til frambúðar?
[Við meðferð málsins í réttarmála-
deild vék dr. med. Helgi Tómasson
sæti, en i stað hans kom prófessor dr.
med. Júlíus Sigurjónsson.]
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1. Já.
Ad 2. Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem fyrir liggja, virðist sýnt, að
konan hefur verið alger öryrki, frá
þvi að hún varð fyrir slysinu, og
deildin fellst á vottorð ... [fyrr
nefnds sérfræðings i lyflækningum]
frá 28. janúar 1958, þar sem hann
metur varanlega örorku hennar 100%
frá slysdegi.
Hins vegar er upplýst, að lconan
hefur ekki verið heil heilsu, áður en
hún varð fyrir slysinu, en að hve
miklu leyti fyrri veila kann að eiga
sök á núverandi örorku, verður ekki
séð af gögnum málsins.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 15. apríl 1958,
staðfest af forseta og ritara 2. maí s. á.
sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.