Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 63
I. Árferði og almenn afkoma.
Tíóarfarið var fremur óhagstætt meiri hluta ársins. Hiti var 1.1°
undir meðallagi. Norðanlands og austan var yfirleitt 1° til 1 ^2° kaldara
en í meðalári, en sunnanlands og vestan norður yfir Breiðafjörð var
hitinn víðast tæplega 1° innan við meðallag. Sjávarhiti var 0.9° undir
meðallagi á þeim 6 stöðvum, sem meðaltöl hafa. Úrkoma var 4% um-
fram meðallag. Mest var ársúrkoma á Kvískerjum, 3084 mm, en minnst
á Grímsstöðum, 361 mm. Sólskin mældist í 1312 klst. í Reykjavík, sem
er 63 klst. umfram meðallag.
Veturinn (des. 1969—marz 1970) var fremur óhagstæður. Hiti var
1.5° undir meðallagi. Á Suður- og Vesturlandi norður yfir Breiðafjörð
var hitinn víðast 1°—IV20 undir meðallagi, en norðanlands og austan
1V2°—2° undir því. Úrkoma var 2% umfram meðallag.
Vorið (apríl—maí) var víðast hagstætt framan af, en óhagstæðara
er á leið. Hiti var 0.9° undir meðallagi. Frá Hornströndum yfir Norður-
land til Austfjarða var 1°—2° kaldara en í meðalári, en sunnanlands
og vestan var hitinn frá meðallagi að 1° undir því. Úrkoma var 21%
umfram meðallag.
Sumarið (júní—sept.). Hásumarið var óhagstætt, en sæmileg tíð
var víðast í júní og september. Hiti var 1.0° undir meðallagi, frá *4°
undir meðallagi að 11/2° undir því. Einna mildast var á Suðausturlandi.
Úrkoma var 8% umfram meðallag.
Haustið (október—nóvember) var fremur hagstætt. Hiti var 1.5°
undir meðallagi. 1 innsveitum var víða V/V—2° kaldara en í meðalári,
en með ströndum fram var hitinn yfirleitt 1°—1)4° undir meðallagi.
Úrkoman var 85% af meðalúrkomu.1)
Hin almenna og öfluga aukning framleiðslu og tekna, er fylgdi í kjöl-
far vaxandi sjávarafla og hækkandi útflutnings verðlags þegar á árinu
1969, einkenndi hina hagstæðu efnahagsþróun á árinu 1970. Var þá
staðfestur sá bati, sem náðst hafði á árinu 1969 frá erfiðleikum
áranna 1967 og 1968. Þjóðarframleiðsla jókst um 6% á árinu 1970,
og þar sem hækkun á verðlagi útflutningsafurða var mun meiri
en hækkun innflutningsverðlags, bötnuðu viðskiptakjör verulega,
*) Tekið upp úr Veðráttan, ársyfirliti sömdu á Veðurstofu íslands.