Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 101
— 99 —
1970
VIII. Skólaeftirlit.
Tafla X, A og B.
Skýrslur um skólaeftirlit bárust ekki úr eftirtöldum 11 héruðum:
Ölafsvíkur, Búðardals, Reykhóla, Flateyrar, Suðureyrar, Breiðu-
mýrar, Kópaskers, Raufarhafnar, Nes, Kirkjubæjar og- Hveragerðis.
Skýrslur um barnaskóla taka til 28115 barna, og gengu 22004 þeirra
ljndir aðalskólaskoðun. Tilsvarandi tölur í unglinga-, mið- og gagn-
^fseðaskólum eru 13344 og 10644 og í menntaskólunum sex, Kennara-
skóla Islands og Verzlunarskóla íslands 4273 og 3209.
Rvík. Skólahúsnæði tekið í notkun haustið 1970: I Ármúlaskóla 13
kennslustofur, húsnæði skólastjóra o. fl. (kjallari 1330 m3), 8250 m3.
I Árbæjarskóla II. áfangi, húsnæði skólastjórnar og heilsugæzlu, les-
stofa og tvær handavinnustofur, 1646 m3. í Hvassaleitisskóla II. áfangi,
3 stofur, 1756 m3. I Vogaskóla IV. áfangi, eldhús, 7 almennar stofur,
handavinnustofa stúlkna, söngstofur, lestrarsalur, stjórnunarálma,
^474 m3. I Breiðholtsskóla íþróttahús, anddyri með kjallara, 999 m3.
Samtals 28119 m3.
Álafoss. Fór fram með venjulegum hætti. Héraðslæknirinn kemur
hálfsmánaðarlega í heimavistarskólana. Varmárskóli hefur fengið að
Sjöf frá Lionsklúbbi Kjalarnesþings sjónprófunartæki, gefið fyrir 2
arum, mesta þarfa þing, og pöntuð hafa verið heyrnarprófunartæki, sem
klúbburinn mun gefa á næsta ári.
Kleppjárnsreykja. Skólanemendur eru allir skoðaðir á haustin. Ekki
m’_farið reglulega í skólana, en skólastjórar eða þeir, sem fylgjast með
beilsufari nemenda, hringja, þegar þeim finnst ástæða til. Það sem
mér finnst helzt ábótavant frá heilsufarslegum sjónarhóli, er aðstaða
til íþróttaiðkana og sums staðar svo, að það stenzt engan veginn lág-
markskröfur.
Þingeyrar. Skólaskoðanir voru gerðar í byrjun skólaársins. Vikulega
Var farið að Núpi til heilbrigðiseftirlits.
SuSureyrar. öll skólastjórn þykir hafa verið góð hér í vetur og eftirlit
me'j skólabörnum mjög gott og þá einkum frá hendi kennara og skóla-
j'jjóra. Skólabörn voru skoðuð öll í nóvembermánuði. Var skoðun þannig
"agað, að foreldrum voru send eyðublöð til útfyllingar um anamnesis.
^iðan voru börnin öll skoðuð í skólanum, þar næst var þvag rannsakað
°g microscoperað frá öllum skólabörnum hér. Því, sem fannst athuga-
Vei't, var reynt að koma áfram til lækninga. Tannskemmdir voru afskap-
lega miklar, og var ekki aðstaða til að framfylgja þeim þætti heilbrigðis-
mala hér eins og nauðsyn væri á.
Rlönduós. Framkvæmd var haustskoðun að venju. Skólastarf hins