Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 130
1970
— 128 —
Hofsós. Af störfum heilbrig’ðisnefndar á Hofsósi fara engar sögur
og vafasamt að hún hafi nokkurn tíma komið saman á árinu.
Akureyrar. Á árinu var starf heilbrigðisfulltrúa á Akureyri gert að
fullu starfi. Enginn með sérþekkingu fékkst til starfans, og var fyrr-
verandi heilbrigðisfulltrúi ráðinn til bráðabirgða. Síðari hluta árs var
unnið að því að koma fastara formi á eftirlit með vinnustöðum, veit-
ingastöðum og verzlunum og koma upp spjaldskrá yfir eftirlitsstaði,
eftirlitsferðir, athugasemdir og árangur þeirra.
Selfoss. Héraðslæknirinn á Selfossi var kosinn formaður heilbrigðis-
nefndar Selfoss. Ekki hefur nefndinni tekizt að fá hingað heilbrigðis-
eftirlitsmann samkv. lögum um heilbrigðiseftirlit.
Húsakynni og þrifnaður. Meindýr.
Rvík. Gefin voru út vottorð um ástand 494 íbúða vegna umsókna um
íbúðir eða lóðir, í sambandi við niðurrif íbúða og af öðrum ástæðum.
Rifnar voru 38 íbúðir. Á skrá heilbrigðiseftirlitsins voru í árslok 3307
skoðaðar íbúðir, og teljast þær til hinna lakari í borginni að öllu ástandi
og eru að mestu leyti í kjöllurum, skúrum og risíbúðir, eða þar sem
sérstaklega þótti ástæða til skoðunar. 2624 íbúðir teljast að einu eða
öðru leyti ófullnægjandi. 1 þessum íbúðum bjuggu samtals 3389 börn.
Aukning íbúðarhúsnæðis á árinu, nýbyggingar og viðaukar, nam
259414 m;J. Eru þetta samtals 640 íbúðir, sem skiptast þannig eftir
herbergjafjölda: 1 herbergi 2, 2 herbergi 77, 3 herbergi 158, 4 herbergi
247, 5 herbergi 79, 6 herbergi 44, 7 herbergi 31, 8 herbergi 2. Meðal-
stærð nýbyggðra íbúða var á árinu um 405 m3. Lokið var byggingu
skóla, félagsheimila og sjúkrahúsa að rúmmáli 102711 m3, verzlunar-,
skrifstofu- og iðnaðarhúsa 95495 m3, iðnaðar- og vörugeymsluhúsa
64016 m3, bílskúra og geymsluhúsa 28561 m3.
Eftir efni skiptast húsin þannig:
tlr steini
timbri
stáli
518416 m3
13706 —
18075 —
Samtals 550197 m3
Heilbrigðiseftirlitið fer reglulega til eftirlits í Gvendarbrunna og
tekur þar sýni af neyzluvatni borgarbúa. Auk þess eru tekin sýni á
ýmsum stöðum í borginni. I þessu reglubundna eftirliti voru tekin 159
sýni, og af þeim voru 12 aðfinnsluverð vegna blindra leiðslna. Starfs-
fólk hreinsunardeildarinnar var að jafnaði 179 manns á árinu. Auk
fastra starfsmanna störfuðu 62 unglingar úr vinnuskóla Reykjavíkur-
borgar að hreinsun á opnum svæðum og fjörum borgarlandsins. Vél-
sópar hreinsuðu og fluttu brott af götunum og opnum svæðum ca.