Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 129
— 127 —
1970
XII. Ýmis heilbrigðismál.
Störf heilbrigðisnefnda.
Rvík. Borg'arstjórn Reykjavíkur samþykkti 16. janúar 1970 að sam-
eina heilbrigðismál borgarinnar undir eina stjórn, er hlyti nafnið
Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Ráðið fari með stjórn þessara
wála í umboði borgarstjórnar og undir yfirstjórn hennar. Heilbrigðis-
roálaráð taki við störfum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, sem starfað
hefur frá 1901, sjúkrahúsanefndar Reykjavíkur, sem stofnsett var 18.
febrúar 1960, og stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, sem farið
hefur með stjórn stöðvarinnar frá 12. október 1954. Heilbrigðismálaráð
tók til starfa 26. júní 1970. Borgarstjórn kýs 7 menn í heilbrigðismála-
ráð og jafnmarga til vara, en auk þess eiga sæti í ráðinu borgarstjóri
eða fulltrúi, sem hann skipar, og borgarlæknir, en þeir eiga ekki at-
kvæðisrétt, nema þeir séu sérstaklega í það kjörnir. Borgarlæknir er
sérfræðilegur ráðunautur heilbrigðismáiaráðs og sér um framkvæmd
ákvarðana ráðsins. Heilbrigðisnefnd og heilbrigðismálaráð héldu 34
fundi á árinu og tóku fyrir 226 mál, er varða heilbrigðiseftirlitið. Um-
sóknir skiptust eftir starfsemi sem hér segir:
Njólkur- og brauáverzlanir 4 umsóknir, þar af samþykktar 4
Mjólkur- og rjómaframleiðesndur ... 4 — — — 3
Brauðgerðarhús 3 — _ _ 2
Kjöt- og nýlenduvöruverzlanir . ... 19 — — — — 15
Kjötvinnslur _ _ _ _
Fiskverzlanir . ... 21 — _ 13
Fiskiðjuver _ _ _ — —
Sælgætisverzlanir ... . 26 — _ — — 13
Matvælaverksmiðjur 4 — _ _ — 2
Veitingarekstur .... 34 — — — — 18
Gistihús 6 — _ _ — 2
Snyrtistofur o. þ. h ... 16 — _ _ — 13
Skólar og heilbrigðisstofnanir 6 — - - — 4
Breytingar á húsnæði eða rekstri . . . . .... 33 — _ _ — 9
’ftnis iðnaður . ... 10 — - - — 10
^msar aðrar umsóknir og erindi ... 10 — - - — 4
Samtals 196 umsóknir, þar af samþykktar 112
Nefndin og ráðið gáfu 6 fyrirmæli um endurbætur á húsnæði eða
1-ekstri, oftast að viðlagðri lokun, sem kom til framkvæmda hjá 5
fyrirtækjum. Eitt skip var stöðvað.
Álafoss. Ný heilbrigðisnefnd hefur verið kosin. 1 nóv. skrifaði heil-
hrigðisnefnd sveitarstjórninni og óskaði eftir því að fá ráðinn heil-
hrigðisfulltrúa. Sveitarstjórnin varð við þessari ósk.