Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 159
— 157 —
1970
2—3 mánuðum, lenti hún í bifreiðarslysi því, sem varð valdandi mála-
reksturs þessa. Síðan vann hún aftur í .., eftir að hún var komin af
spítalanum og fram í október 1968, en þá eða upp úr því fór hún til
Bandaríkjanna og var 1 ár á heimili í Tachoma, við heimilisstörf (au
pair), síðan 1 ár heima og vann í þvottahúsi .... og víðar, en síðan
aftur vestur um haf og var þar % ár í viðbót, kom síðan heim í marz ’71
og hefur verið vinnandi síðan.
Frá . ..., þar sem hún vann, er hún slasaðist, er upplýst, að hún haf i
unnið þar ýmis störf, aðallega lítils háttar vélavinnu og við símaaf-
greiðslu. Var ekki fundið að störfum hennar á neinn hátt og ekki gerður
niunur á fyrir eða eftir slysið.
Um slysið sjálft og það, sem sagt er frá í vottorðum, er það að segja, að
sjálf man B eftir því, að bíllinn rann til á veginum, en síðan ekki fyrr
en hún rankaði við sér uppi á Landakotsspítala. Við komuna þangað gat
hún sagt til nafns og gefið helztu persónulegar upplýsingar, en var ekki
áttuð á því, hvað hefði gerzt. Hins vegar er þetta ekki skýrt neitt nánar.
Að sjálfsögðu er ekki við því að búast, að hún hafi verið áttuð á því,
hvað gerðist, meðan hún var meðvitundarlaus, en ekki gefur vottorð
frá Landakotsspítala neinar upplýsingar um, hvort reynt hafi verið að
skýra henni frá, hvað hafi komið fyrir, og hún þá ekki getað áttað sig á
því að heldur, né heldur, hvort hún hafi verið áttuð í tíma og rúmi, er hún
kom á Landakotsspítala, en við nokkra meðvitund var hún. Frekari
upplýsingar um þetta atriöi er ekki að hafa í gögnum Landakotsspítala.
Þess er að vísu getið, að 2 dögum eftir innlögn hafi hún verið við fulla
meðvitund og svarað skýrt, þó dálítið seint væri, en þess er ekki getið,
að eða hvort meðvitund hafi þá fyrst verið skýr, heldur er þetta hið
fyrsta, sem skrifað er um meðvitundarástand hennar eftir fyrstu skoðun,
og reyndar hið eina.
Við skoðun er ekki neitt sérstakt að sjá eða finna líkamlegt nema
menjar eftir meiðslin 1965.
B. er mjög „uppfærð", þegar hún kemur til viðtals í júlí 1971, heldur
snyrtileg og klædd eftir síðasta unglingamóð með mjög svert augnhár
og skrautlega augnskugga og allt tilheyrandi. Yfirbragð hennar er hins
vegar frekar daufgert, þyngslalegt, en frekar eins og þarna sé um
slíka persónu að ræða, heldur en að um beint þunglyndi sé að ræða á
nokkru stigi. Hún svarar frekar seint og svipbrigðalítið, upplýsingar
hennar eða frásagnir eru heldur litlausar, og hún tjáir sig lítt að fyrra
bragði. Hún er áttuð á stað og stund, gerir sæmilega grein fyrir sér,
en eins og áður segir, verður að spyrja hana um hvað eina. Minni virðist
sæmilegt, en átakalítið. Ekki er að finna nein merki um ofskynjanir eða
ranghugmyndir, hugsanatruflanir eða neitt annað, er bendi á meiri-
háttar geðtruflun, og raunveruleikamat hennar virðist eðlilegt.
Gerð eru á B. almenn greindarpróf og persónuleikapróf í júlí ’71, og
kemur fram tæp meðalgreind. Þekkingaratriði skila lélegustum árangri,