Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 163
— 161 —
1970
Hjarta og æðakerfi: í gollurshúsi eru nokkrir millil. af tærum, lítið
eitt gulleitum vökva. Engir samvextir eru á milli pericardium viscerale
og pericardium parietale. Hjartað vegur 400 g. Hjartahólfin eru öll dá-
lítið þanin. Hjartavöðvinn er móbrúnleitur á lit, en þegar skorið er í
hann, sjást hvergi merki um örvefsmyndun. Foramen ovale lokað. Endo-
cardium og hjartalokur eðlil. að sjá. Ostia mælast sem hér segir:
Mitralis 9 cm, aorta 7.5 cm, pulmonalis 8.8 cm og tricuspidalis 12.7 cm.
Þykkt á hægri ventriculus er o.3 cm og vinstri ventriculus 1.2 cm. Krans-
æðar eru allar vel opnar, en sýna þó sums staðar nokkra þykknun á æða-
veggnum vegna atherosclerosis. Aorta sýnir dreifðar atheromskellur í
ascendens, arcus og descendens pars thoracalis, en þegar kemur niður
í pars abdominalis, verða skeilurnar mun þéttari og sums staðar því
nær samrunnar og með miklum kalkútfellingum. Ekki eru verulegar
atherosclerotiskar breytingar að sjá í art. renalis eða art. carotidis.
Ummál aorta eru sem hér segir: Ascendens 8 cm, arcus 8 cm og descen-
dens 7.1 cm.
öndunarkerfi: Hægra lunga vegur 775 g og v. lunga 665 g. Þau eru
slétt á yfirborði. 1 gegnskurði er lungnavefurinn blóðríkur, og í
báðum lobi inferiores, bæði í hægri og vinstri lobus inferior og í hægri
lobus superior, sjást og finnast þéttari svæði, sem eru einkennandi
om blettalungnabólgu. 1 berkjugreinum 1 báðum lungum og barka
er afar mikið af mucopurulent slími, sem er gulgrænleitt á lit. Engin
merki um berkla eða æxlisvöxt er að finna í lungnavefum. Art. pulmo-
nalis og aðalgreinar hennar eru eðlil. að sjá.
Meltingarkerfi: Slímhúð í munni og koki er eðlil. Slímhúðin neðst í
oesophagus er nokkuð hyperemisk. I maga er slímhúðin ennfremur nokk-
nð hyperemisk, en hvergi sjást merki um sár, hvorki krónisk né bráða-
sár. Ekki sjást heldur nein merki um sár í skeifugörn. Smágirni og
digurgirni eru eðlil. að sjá. Lifrin vegur 1355 g. Hún er slétt á yfirborði.
1 gegnskurði er lifrarvefurinn brún-rauðleitur og blóðríkur, en aðrar
sjúkl. breytingar er ekki að sjá með berum augum. I gallblöðru eru um
20-—25 ml af þunnu, ljósbrúnleitu galli. Ytri gallvegir allir eðlil. að
sjá og vel opnir. 1 pancreas sést nokkur fituíferð, og á einstaka stað má
sjá nokkra foci af fitunecrosis.
Þvag- og kynfærakerfi: Hægra nýra vegur 150 g og v. nýra 135 g.
Hýði flettast fremur auðveldlega af yfirborði, en í vinstra nýra eru
allmörg ör, sem eru gróft tekið U-laga, og bendir útlitið til krónisks
Pyelonephritis. 1 hægra nýra er ein stór retentionscysta og nokkur ör.
í skurðfleti eru takmörkin yfirleitt glögg á milli cortex og medulla.
Ekkert athugavert er að sjá við calyces, pelvis eða ureteres. 1 þvagblöðru
er slímhúðin talsvert hyperemisk. Lítill prostatavefur er til staðar.
(Sequ. prostatectomia).
Bló'ðvefja og lymphukerfi: Miltað vegur 145 g. Á yfirborði er það
slétt og rauðbláleitt á lit, en í skurðfleti er liturinn rauðbrúnleitur, og
21