Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Side 138

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Side 138
1970 136 — auk forstöðumanns að hafa aðsetur tveir af aðstoðarmönnum hans, er nefnast heilbrigðisráðunautar, en þegar fé verður veitt til þess á fjár- lögum, má fjölga ráðunautum um tvo, og geta þá einn eða tveir verið búsettir utan Reykjavíkur. Fyrsti forstöðumaður þessarar stofnunar var ráðinn Baldur Johnsen læknir, sem hafði áður hlotið sérfræðiviðurkenningu í hagnýtri heil- brigðisfræði. Fyrsti heilbrigðisráðunautur var skipaður Edward Frede- riksen, en hann hafði áður gegnt forstöðumannsstarfi Gistihúsa- og veitingastaðaeftirlitsins. Annar heilbrigðisráðunautur var skipaður Ás- geir Ó. Einarsson dýralæknir á miðju fyrsta starfsárinu. Einnig var ráðin skrifstofustúlka. Forstöðumaður losnaði ekki úr fyrra starfi fyrr en 1. febrúar 1970, og tók hann þá við starfi sínu við stofnunina. Fyrstu verkefni Heilbrigðiseftirlits ríkisins voru að semja drög að nýrri heilbrigðisreglugerð, sem gilda átti fyrir allt landið, en um leið var byrjað að kynna sveitarstjórnum hin nýju lög um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit og gera þeim grein fyrir ábyrgð þeirra samkvæmt þeim. Hún er meiri en samkvæmt hinum eldri lögum, því að nú kýs hlutaðeig- andi sveitarstjórn alla heilbrigðisnefndarmenn, en samkvæmteldri lögum var aðeins einn af þremur nefndarmönnum kosinn af sveitarstjóm, en hinir voru sjálfkjörnir embættismenn ríkisins, venjulegast sýslumaður og héraðslæknir, þar sem þeir áttu búsetu. Það er augljóst, að heilbrigðisnefndir voru af þessum sökum mjög fáar í landinu, og þessi nýju ákvæði, að sérhvert sveitarfélag skyldi koma sér upp heilbrigðisnefnd, fólu í sér gerbyltingu á þessum málum. Til þess að kynna sveitarstjórnum hin nýju lög og reyna að örva framkvæmdavilja þeirra, fór forstöðumaður þegar í marzmánuði í ferðalag til þess að heimsækja sveitarstjórnir. Fyrst var farið til Aust- fjarða og komið við 1 öllum stærri sveitarfélögum frá Hornafirði til Þórshafnar. Síðan var haldið áfram ferðalögum víðs vegar um landið, um Vestfirði, Norðurland og Suðurland. Haustið 1970 var búið að kjósa nýjar heilbrigðisnefndir í öllum stærri sveitarfélögum og mörg- um smáum og farið að hugsa fyrir framkvæmd heilbrigðiseftirlits sam- kvæmt hinum nýju lögum og bráðabirgðaleiðbeiningum, sem Heilbrigð- iseftirlitið hafði gefið út, meðan beðið var landsreglugerðar. Jafnframt því að forstöðumaður vann þannig að skipulagningu heil- brigðiseftirlitsins í landinu með því að ferðast milli sveitarfélaga og með bréfaskriftum og leiðbeiningum í formi bæklinga o. s. frv., sinntu aðstoðarmenn daglegum störfum heilbrigðiseftirlitsins á sviði matvæla- eftirlits, gistihúsa- og veitingastaðaeftirlits og mjólkureftirlits. Smám saman kom í Ijós, að mikil þörf var aðstoðar og leiðbeininga um hreinlætismál úti um landsbyggðina, sérstaklega þar sem nýir þétt- býliskjarnar voru að myndast og þá ekki sízt í kringum skólana og hótel- in. Þessi mál voru víðast hvar í hinum mesta ólestri. Viðleitni hafði verið höfð uppi til þess að byggja rotþrær, þar sem ekki var hægt að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.