Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 102
1970
100
nýja skóla á Húnavöllum, sem hófst haustið 1969, hefur gengið með
ágætum.
Hofsós. Yfirleitt er ástand skólahúsa gott, þótt þau séu gömul nema
eitt og ekki eftir nýjustu tízku.
Dalvíkm. Tæki til heyrnarprófunar í skólum var gefið héraðinu.
Áður hafði sjónprófunartæki verið gefið.
Grenivíkur. Börnin skoðuð að haustinu, einnig að vorinu á Grenivík,
og með þeim fylgzt, ef eitthvað er að.
Hellu,. Heimavistarskólinn að Ströncl var lagður niður. Öll börn í
Rangárvallahreppi stunda nú skyldunám í nýlegum skóla á Hellu.
Selfoss. Hjúkrunarkona var ráðin til starfa að skólum Selfoss.
Kópavogs. Yfirferð að mestu lokið um áramót, en eftirliti haldið
áfram í samráði við hjúkrunarkonur, skólastjóra og kennara.
IX, Heilbrigðislöggjöf.
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talizt (þar
með taldar auglýsingar birtar í A-deild Stjórnartíðinda):
1. Lög nr. 11 18. marz, um breyting á lögum nr. 40 30. apríl 1963,
um almannatryggingar, og lögum nr. 83 29. des. 1967.
2. Lög nr. 20 4. apríl, um hækkun á bótum almannatrygginga.
3. Lög nr. 25 18. apríl, um breyting á lögum um tilbúning og verzl-
un með ópíum o. fl., nr. 14 20. júní 1923.
4. Lög nr. 27 27. apríl, um endurhæfingu.
5. Lög nr. 29 27. apríl, um breyting á lögum nr. 40 30. apríl 1963,
um almannatryggingar.
6. Lög nr. 31 5. maí, um dýralækna.
7. Lög nr. 32 6. maí, um breyting á lögum nr. 40 30. apríl 1963, um
almannatryggingar.
8. Lög nr. 42 12. maí, um breyting á lögum nr. 40 30. apríl 1963,
um almannatryggingar.
9. Lög nr. 43 12. maí, um breyting á lögum nr. 40 30. apríl 1963,
um almannatryggingar.
10. Lög nr. 77 16. júní, um tilbúning og verzlun með ópíum o. fl-
11. Lög nr. 82 24. júlí, um læknishéraðasjóði.
12. Lög nr. 106 28. des., um sölu á íbúðum, sem byggðar eru af fram-
kvæmdanefnd byggingaáætlunar í Reykjavík eða til útrýmingar
heilsuspillandi húsnæðis.
13. Lög nr. 110 29. des., um breyting á lögum nr. 40 30. apríl 1963,
um almannatryggingar.