Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 156
1970
— 154 —
inn post traumatiskri neúrosu. Hann var talinn óvinnufær af þessum
sökum, fyrst í tæpa 2 mánuði, og nálega ári síðar varð hann á ný óvinnu-
fær 5Vá mánuð af afleiðingum slyssins. Æfingameðferð hefur engan
árangur borið til þessa, og starfsgeta [verður] enn að teljast nokkuð
skert.
Af afleiðingum slyss, er hann varð fyrir 1965, er vinstra auga svo
til blint.
Þessi maður hefur verið í 12 skipti á slysabótum og honum verið
tvisvar metin slysaörorka hjá Tryggingastofnun ríkisins, 15% örorka
1960 og 25% örorka 1965. Sennilega er hér um vábeiðu að ræða, accident-
ophil persónu. Einkenni hans nú virðast dæmigerð „frozen shoulder",
sem ekki vill batna við viðeigandi æfingameðferð vegna neurosis post
traumatica a. m. k. að verulegu leyti. Batahorfur eru nú a. m. k. vafa-
samar eða jafnvel litlar, unz gengið hefur verið frá örorkumati og
slysmál þetta gert upp.
Tilgangslaust virðist að fresta lengur mati á örorku slasaða vegna
afleiðinga þessa slvss, sem telst hæfilega metin varanlega 15%.“
4. Örorkumat sama læknis, dags. 17. apríl 1970. Það mat er sam-
hljóða hinu síðast nefnda að öðru en því, að læknirinn metur þar tíma-
bundna örorku, óg er niðurlag þess svohljóðandi:
„Tilgangslaust virðist að fresta lengur mati á tímabundinni og var-
anlegri örorku slasaða vegna afleiðinga þessa slyss, og telst hún hæfi-
lega metin sem nú greinir:
Frá slysdegi í 1 mánuð: 100%
Eftir það í 1 mánuð: 75%
Eftir það í 7 mánuði : 25%
Eftir það í 5^2 mánuð: 100%
Eftir það varanlega: 15%
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svara við eftirfarandi spurningum:
1. Er rétt að meta stefnanda 15% varanlega örorku vegna slyss 27.
nóvember 1968 til viðbótar 25% örorku vegna slyss 19. apríl 1965 og
15% örorku vegna slyss 14. marz 1960?
2. Á það engin áhrif að hafa á mat vegna slyss 27. nóvember 1968, að
stefnandi hafði áður þurft 12 sinnum á slysabótum að halda frá Trygg-
ingastofnun ríkisins? Er þá átt við, hvort þau slys, sem orsökuðu þær
slysabætur, eigi engin áhrif að hafa á matið.
3. Er tímabundin örorka, eins og hún er metin eftir slys 27. nóvember
1968, rétt í ljósi þess, að stefnandi var á ný skráður á m.s...foss,
þann 20. desember 1968?