Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 136
1970
— 134 —
sviðs þess, og er þá þeim kvörtunum beint til hlutaðeigandi aðila eða
þeim, sem kvarta, leiðbeint um úrbætur.
Eftirlit á vinnustöðwn.
Eftirlitið flokkast í 12 flokka sem hér segir:
Skrásettir Fjöldi
staðir eftirlitsferða
Málmiðnaður ..................... 116 145
Bifreiðaiðnaður.................. 145 478
Rafmagnsiðnaður .................. 59 94
Prentiðnaður ..................... 61 91
Efnaiðnaður....................... 24 21
Byggingaiðnaður .................. 34 48
Húsgagnaiðnaður .................. 84 115
Timbur- og pappírsiðnaður .. 10 48
Spunaiðnaður ...................... 9 12
Samtals 542 1052
Mjólk.
Rvík. Mjólkursamsalan seldi á árinu 29570201 lítra mjólkurtilReykja-
víkur, Hafnarfjarðar, Suðurnesja, Akraness og Vestmannaeyja. Af
því voru 77% hyrnumjólk, 15,6% fernumjólk, 2,1% í kössum og plasti
og 5,25% í lausu máli, en af því fer ávallt allmikið magn til iðnaðar.
Mjólkurneyzla á hvert mannsbarn í landinu er áætluð um 304 lítrar.
Hofsós. Framleiðslu mjólkur er mjög ábótavant í héraðinu, einkuni
kælingu hennar á sumrin og geymslu, þar til hún er send til mjólkurbús-
ins, sem er í öðru læknishéraði.
Þórshcifnar. Nýleg mjólkurstöð er á staðnum, og er aðbúnaður þar
allur og tæki viðunandi. Mjólk er þó enn afgreidd úr brúsum og ausið
í ílát, sem fólk kemur með. Ekki hefur orðið vart við eitranir úr mjólk.
Vopnafj. Mjólkurframleiðsla má heita í þolanlegu ástandi. Á
árinu var skv. kröfu heilbrigðisnefndar allt málað innanhúss í mjólk-
urbúi og fleiri endurbætur í þrifnaðarátt gerðar.
Djúpavogs. Til mjólkurstöðvarinnar á Djúpavogi réðst mjólkurfræð-
ingur á árinu, og hefur hann unnið að ýmsum úrbótum.
Áfengis- og tóbaksnotkun. Áfengisvarnir.
Rvík. Áfengisneyzla landsmanna á árinu varð 2,5 lítrar á mann
af 100% alkohóli. 1 fangageymslu lögreglunnar gistu 6665 manns n
árinu, flestir vegna ölvunar. 17 þeirra banaslysa, sem urðu á árinu, mn
rekja beint til neyzlu áfengis.
Vopnafj. Áfengisnautn er mikil.
Djúpavogs. Áfengisnotkun er ekki mikil. Tóbaksnotkun er algeng.