Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 150
1970
— 148 —
framar en h. megin, og á sérmyndum af kjálkaliðum sést eðlileg hreyf-
ing h. megin, en v. megin er proc. articularis, þegar munnur er lokaður,
staðsettur yfir tuberculum articulare, og færist lítið eitt framar við
opnun. Er því vafalaust um subluxation í liðnum að ræða“.
Slasaði fór til skoðunar til sérfræðings í taugasjúkdómum, ...., og
segir svo í vottorði 12. apríl 1961 um skoðun, er hann hefur lýst að-
draganda meiðslanna:
„Eðlilegur í framkomu, rólegur og skýr. Það eru eymsl á báðum
kjálkaliðum. Ekki eymsli á höfuðkúpu annars staðar. Heilataugar eru
fullkomlega eðlilegar.
Vtlimir: Góðir kraftai- og tonus eðlilegur. Reflexar jafnir og eðli-
legir. Ilreflexar og kviðreflexar eðlilegir. Ekkert sensoriskt og engin
ataxia.“
Ályktun sérfræðings í taugasjúkdómum er þannig:
„Ég tel líklegt, að sjúklingurinn hafi fengið léttan heilahristing-
En mér finnst líklegast, að arthrosa í kjálkaliðnum valdi höfuðverk
hans.“
Samkv. viðtali við .... lækni þá telur hann ekki, að það sé um að
ræða frekari aðgerðir vegna þessa meiðslis.
Við skoðunina 17. febrúar 1961 þá kvartaði slasaði aðallega um verki
í höfði í kringum gagnaugu og óþægindi í kjálkaliðum við hreyfingar
á kjálkaliðum, en einkum þó um það, að hann gæti ekki opnað munninn
til fulls.
Við skoðun var ekkert að finna fram yfir það, sem áður er lýst, nema
það, að opnun munnsins verður að teljast nokkuð minnkuð frá því, sem
eðlilegt er, því að mesta fjarlægð milli framtanna mældist tæpir 2 cm,
en eðlileg munnopnun hjá heilbrigðum manni er venjulega um 4-—
4 */•> cm.
Af þessu telur slasaði sig hafa töluvert mikinn baga, enda þótt verk-
irnir í kjálkaliðunum og óþægindi í höfði út frá því valdi honum mest-
um óþægindum.
Ályktun: Hér er um að ræða 25 ára gamlan sjómann, sem slasast um
borð í togara, hlýtur högg á andlit og slæmt kjálkabrot.
Skoðun: Fullkomlega áttaður á stað og stund og ekkert, sem bendir
til organiskra mental breytinga. Minni virðist allsæmiiegt. Nn. krani-
alis: Greinileg ptosis vinstra megin, en augnhreyfingar eðlil. Sjúkb
segist sjá allt í þoku með vinstra auga. Aðrar heilataugar eðlil. Rétt
er að geta þess, að er ég skoðaði sjúkling fyrst 11. maí 1965, var hann
einnig með greinilega enopthalmus sin., og mikill þroti var í kringum
vinstra auga. Motorik: Tonus, trofik, grófir kraftar og refl. eðlil.
Sensibilitet: Sársauka-, snerti- og stöðu- og vibrationsskyn eðlil.
Koordination: Engin ataxi, gangur eðlil.
Sfinkterfunktion: Eðlil.
Röntgen af cranium: Eðlilegt. Heilarit: (18. 5. ’65): Mjög eðlil.