Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 144
1970
— 142 —
munagreinmgin skiptir því mestu máli, ef meiri háttar geðveiki (psy-
chosis) fylgir alltaf ósakhæfi.
Með tilliti til sögu ákærða og þess, sem fram kemur við skoðun og
rakið er í greinargerð þeirra Þórðar Möller og ...., svo og atvika, sem
gerðust, meðan á rannsókninni stóð, og rakin eru í málsskjölum, fellst
ráðið á niðurstöður þeirra Þórðar Möller og......
.... [aðstoðarlæknir, sem undirritaði vottorð, dags. 22. júní 1971]
er farinn utan til langdvalar, og var því ekki hægt að boða hann á fund
réttarmáladeildar.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 29. desem-
ber 1971, staðfest af forseta og ritara 21. febrúar 1972 sem álitsgerð
og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sakadóms Reykjavíkur, kveðnum upp 11. apríl 1972, var
ákærði dæmdur til að sæta öryggisgæzlu.
2/1972
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur með bréfi, dags.
5. janúar 1972, leitað umsagnar læknaráðs í sakadómsmálinu: Ákæru-
valdið gegn G. G-syni.
Málsutvik eru þessi:
Föstudaginn 3. apríl 1970, milli kl. 19 og 19,30, ók ákærði í máli
þessu, G. G-son skrifstofumaður, ...., bifreiðinni .... áleiðis frá Kefla-
víkurflugvelli til Keflavíkur. Er hann kom á móts við biðskýli við
Ytri-Njarðvík, sveigði bifreiðin til vinstri og lenti framan til á bif-
reiðinni . ..., sem kom úr gagnstæðri átt á réttum vegarhelmingi, með
þeim afleiðingum, að bifreiðarnar stórskemmdust og ökumenn slösuðust
mikið.
Ákærði var fluttur í sjúkrabifreið í Sjúkrahús Keflavíkur, og tók Jón
Jóhannsson sjúkrahúslæknir blóðsýni úr ákærða um kl. 20,00. Blóð-
sýnið, sem var merkt nr. 39, var sent til rannsóknar á Rannsóknarstofu
próf. Jóns Steffensen, og samkvæmt vottorði rannsóknarstofunnar,
dags. 6. apríl 1970, undirrituðu af Bjarna Konráðssyni lækni, fundust
í því reducerandi efni samsvarandi 1,35 %c af alkóhóli.
1 málinu liggur fyrir læknisvottorð Snorra P. Snorrasonar, yfirlæknis
á lyflæknisdeild Landsspítalans, dags. 13. október 1971, svohljóðandi:
„Varðandi fyrirspurn yðar í bréfi, dags. 8. okt. sl. um lyfjanotkun
G. G-sonar, f..... 1936, skal eftirfarandi tekið fram:
1 janúar 1966 byrjaði G. að nota lyfið dicumarol samkvæmt fyrir-
mælum lækna lyflækningadeildar Landspítalans. Samkvæmt gögnum
rannsóknarstofu Landspítalans, sem sér um blóðsegavarnir, hefur G.
notað lyf þetta nokkuð samfellt þar til 3. apríl 1970, en þann dag kemur