Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 157
— 155 —
1970
4. Fellst læknaráð á mat Stefáns Guðnasonar tryggingayfirlæknis,
dags. 17. apríl 1970, þar sem hann metur stefnanda í einn mánuð 100%
örorku, eftir það í einn mánuð 75% örorku, eftir það í sjö mánuði 25%
örorku, eftir það í fimm og hálfan 100% örorku, og eftir það varan-
lega 15% örorku? Ef ekki, hver á þá örorka stefnanda vegna slyssins
27. nóvember 1968 að vera?
5. Er möguleiki að tala um heildarörorku stefnanda vegna allra þeirra
slysa, sem hann hefur orðið fyrir?
6. Hver er þá heildarörorka hans eftir öll slysin?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaraðs:
Ad 1. Já.
Ad 2. Örorka af völdum fyrri slysa og bætur þar af leiðandi eiga
ekki að hafa áhrif til lækkunar á mat á örorku af völdum síðari slysa.
Ad 3. Af lýsingu á slysinu og ástandi slasaða strax á eftir má ráða,
að hann hafi orðið fyrir meiri háttar áverka, sem meðal annars kemur
fram í því, að maðurinn hóstar upp blóði, en það bendir til sköddunar
á lunga. Það verður því að teljast eðlilegt, að hann væri algerlega
óvinnufær í mánaðartíma eftir slysið, en af gögnum málsins kemur í
ljós, að slasaði var skráður að nýju á m/s Bakkafoss hinn 20. desember
1968, en ólíklegt verður að teljast, að hann hafi verið búinn að ná sér
að fullu þá. Tímabundin örorka telst hæfilega metin frá slysdegi til
20. desember 1968 100%, eftir það í 5 vikur 50%, og síðan eins og segir
í vottorði Stefáns Guðnasonar tryggingayfirlæknis, dags. 17. apríl 1970.
Á fundi réttarmáladeildar upplýsti tryggingayfirlæknir, að slasaði hefði
verið algjörlega óvinnufær og fengið dagpeninga samkvæmt læknis-
vottorðum í 514 mánuð síðast á árinu 1969 og í byrjun árs 1970.
Ad 4. Sjá 3.
Ad 5. Já.
Ad 6. Heildarörorkan verður ekki ákveðin af þeim gögnum, sem fyrir
dggja.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 5. apríl 1972,
staðfest af forseta og ritara 28. ágúst s. á. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur, kveðnum upp 13. des-
ember 1972, var stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 519.000,00 með 7% árs-
vöxtum frá 27. nóvember 1968 til greiðsludags og kr. 80.000,00 í málskostnað.
Rébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.