Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 151
— 149
1970
Álit: P. hefur greinilega fengið heilahristing (conimotio cerebri) svo
°g perifer skemmd á heilataugum við áðurnefndan áverka, og verða
núverandi einkenni að teljast afleiðingar hans. Varðandi batahorfur á
sjón á vinstra auga leyfi ég mér að vísa til álits hr. læknis . ..., sér-
fræðings í augnsjúkdómum. Hvað viðvíkur öðrum áðurnefndum kvört-
nnum sjúklings, er sennilegast, að hann eigi enn eftir að lagast nokkuð,
en mjög erfitt er að fullyrða að svo stöddu um það, þar sem hér er
einnig um posttraumatiska neurosu að ræða."
Vottorð .... [fyrrnefnds] augnlæknis, dags. 4. janúar 1966: „P.
S-son, f..... 1935, . .. ., ... .firði, slasaðist um borð í m.b..19.
apríl 1965. Slóst „bóma“ á vinstra auga og gagnauga.
Hann leitaði fyrst til mín 11. maí 1965. Var þá allmikill bjúgur og
niar í augnalokum og umhverfi vinstra auga og næstum algjör para-
iysa á m. levatar palp. sin.
Sjón á vinstra auga var 6/15, en á hægra auga 6/6. Sjónsvið v. auga
var mjög skert. Var eingöngu miðlæg eyja eftir af sjónsviði um 10°
kringum centrum.
Vinstri augnbotn var eðlilegur útlits. Skoðun 3. ágúst og 22. nóv.
sýndu enga breytingu. Var hann sendur til .... taugalæknis.
Skoðun 4. janúar 1966 leiddi í ljós:
Sjón: H. auga: 6/6, V. auga: 5/60, er ekki var hægt að bæta með
glerjum.
Sjónsvið var nú ennþá þrengra eða aðeins central eyja, sem náði
um 3—4° út fyrir centrum. Augnbotn v. auga var eðlilegur útlits.
Pupilla v. auga reageraði mjög treglega fyrir ljósi. Næstum algjör
Paralysa er ennþá í m. palp. sup. sin., og getur hann því lítið haft v.
augað opið.
Við áverkann hafa vefir í orbita sin. skaddast: M. palp. sup. er óvirk-
Uu, og nervus opticus hefur skemmzt það mikið, að augað er næstum
blint.“
Maðurinn var talinn byrja að vinna að nýju í byrjun ágúst 1965.
Hann hefur sennilega fengið léttan heilahristing, en sem afleiðingu
uieiðslisins nú þá hefur hann óþægindi í kjálkaliðum og verki í höfði út
f i'á því.
Hann hefur reynt að stunda sitt fyrra starf sem sjómaður, en treystir
sér ekki til þess og ekur nú vörubíl.
Vegna þessa meiðslis þá hefur maðurinn hlotið varanlega örorku, og
telst hún hæfilcga metin 15%.“
2. örorkumat sama læknis, dags. 3. febrúar 1966, svohljóðandi:
„Vinnuslys 19. apríl 1965.
Samkv. slysatilkynningu varð slysið með þeim hætti, að slasaði, er
þá var háseti á m.b......, varð fyrir áverka á höfuð og bak, er poka-