Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 147
145 —
1970
þó ekki mikill, og sárunum síðan tyllt saman með mjög fínum saumum.
í gómi löngutangar var veffleygur, sem virtist lífvana, og var hann
fjarlægður, en húðinni síðan lokað og saumuð upp að fremri kanti
naglbeðs, en lítilsháttar stytting var með þessu móti á löngutangargóm.
Á öðrum fingrum varð ekki stytting.
Rtg.myndir teknar eftir aðgerðina sýndu nokkru betri stellingu í
brotunum, einkanlega á II. fingri, en þó varð þar naumlega greindur
neinn nothæfur liðflötur.
Að aðgerð lokinni fór sjúklingur heim með ávísun á verkjalyf og
Penicillin til öryggis. Hún kom síðan til eftirlits og framhaldsmeðferðar
á móttöku slysadeildar alls 12 sinnum.
Sárin á vísifingri og baugfingri greru vandkvæðalaust, en smávægi-
legt drep kom fremst í góminn á löngutöng, og var það fjarlægt þ. 25.
september, og greri fingurgómurinn síðan úr því. Henni var þá jafn-
framt ráðlagt að fara að æfa hreyfingar í fingrunum, enda voru þá
baugfingur og vísifingur grónir. Við eftirlit þ. 12. október var sárið á
löngutöng einnig gróið. Rtg.myndir voru þá teknar af fingrunum, en
þær leiddu ekki í ljós neinar viðbótarupplýsingar, þ. e. nokkur afmynd-
un var á öllum fremstu kjúkum þriggja fyrrnefndra fingra.
Við eftirlit þ. 28. október upplýsti sjúkl. aðspurð, að hún hefði ekki
nein veruleg óþægindi í fingrunum, en fyndi raunar til nokkurra eymsla
á bletti í gómi löngutangar, auk þess sem hún hefði hitatilkenningu í
hendinni. Skoðun leiddi þá í Ijós, að hreyfingargeta var nær því engin
í fremri millikjúkulið á löngutöng, en nokkur í samsvarandi liðum á
baugfingri og vísifingri. Nokkur kreppustelling var í millikjúkuliðnum
á III. fingri. Henni var þá ráðlagt að reyna að halda áfram sjálfsæfing-
um á hreyfingum í fremri millikjúkuliðunum, en jafnframt leyft að
hverfa aftur til sinnar fyrri vinnu.
Er hún kom síðast á slysadeildina þ. 5. nóvember, kvaðst hún hafa
horfið aftur til vinnu um fyrirfarandi mánaðamót."
Konan kom til viðtals hjá undirrituðum 3. apríl 1971. Hún skýrir
f*'á slysi og meðferð, eins og fram kemur í vottorði hér að framan. Hún
kveðst aðallega hafa klemmt vísifingur, löngutöng og baugfingur hægri
handar. Hún kveðst hafa verið frá vinnu alveg í 2 mánuði.
Núverandi óþægindi: Kvartar um stirðleika og dofa í fingrum og
kraftleysi við öll átök.
Sko8un: Almennt ástand virðist eðlilegt. Hún kveðst vera rétthent.
Vísifingur: Það vantar hálfa kjúku framan á fingurinn. Hann er
alveg fastur í yzta lið í réttingu. Langatöng: Það vantar um 20° upp á
fulla réttingu í miðlið. Hann er fastur í yzta lið. Það vantar um það bil
hálfa kjúku á fingurinn. Baugfingur: Það vantar um það bil Vs úr kjúku
a fingurinn. Yzti liðurinn er fastur. Við að kreppa hnefa þá rúllast fing-
ur ekki inn í lófann, og hún nær ekki fyllilega með góma að lófa á hand-
rót.
19