Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 158
1970
— 156 —
5/1972
Magnús Thoroddsen, borgardómari í Reykjavík, hefur með bréfi,
dags. 26. september 1972, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi
Reykjavíkur s.d., á ný leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 5910/
1969: B. M-dóttir gegn I. D-dóttur, S. E-syni og Almennum Trygging-
um h.f. til réttargæzlu.
Málsatvik eru þessi:
1. Þau, er greinir í úrskurði læknaráðs í sama máli, dags. 31. desember
1970.
2. I málinu liggur fyrir læknisvottorð Þórðar Möller, yfirlæknis Geð-
veikrahælis ríkisins, dags. 24. ágúst 1972, svohljóðandi:
„Óskað er eftir rannsókn á geðheilsu B. M-dóttur vegna afleiðinga
bifreiðarslyss, sem hún varð fyrir 13. júní 1965 og málarekstrar frá
1969 með bótakröfum. Dómari hefur leitað álits læknaráðs um málið í
september 1970, en því er svarað með bréfi dags. 31. desember 1970,
að „læknaráð telur sér ekki fært að meta örorku B., nema fyrir liggi
ítarleg geðrannsókn, sem m. a. veiti upplýsingar um heilsufar hennar
og hæfni fyrir slysið".
B. er fædd .... 1949 í Reykjavík, dóttir hjónanna Á. G-dóttur og
M. G-sonar. Ekki tekst að fá neinar upplýsingar um „taugaveiklun“ eða
geðsjúkdóma í útættum. Faðir hennar dó úr krabbameini, þegar hún
var 13 ára, þá 51 árs gamall. Var hann þá búinn að ganga lengi með
krabbamein, var reyndar alltaf lasinn öðru hvoru. Finnst B. helzt hún
varla muna eftir honum öðru vísi. Móðir hennar var fjasmikil dugn-
aðarkona, en ekkert andans stórmenni. Hún dó fyrir röskum 2 árum,
þá búin að hafa einhver einkenni frá hjarta um nokkurn tíma. Elzta
systir B. hefur verið „tæp á taugum“ á tímabili a. m. k., en átti þá líka
í talsverðum erfiðleikum. Var hún um tíma innlögð á geðdeild Borgar-
spítalans vegna þessa. Næsta systkinið er bróðir, sjómaður, sem drekkur
þó dálítið, en ekki treystir B. sér til þess að upplýsa nánar um það.
Síðan eru þrjár systur, sem eru giftar eða „meðbúandi“ og ekki er
vitað annað um en þokkalega heilsuhraustar séu, en sjálf er B. sú yngsta.
Hún er uppalin í foreldrahúsum í Reykjavík og átti alla sína skóla-
göngu í .... skóla, sem manni skilst, að hafi hreint ekki verið með
neinum glæsibrag. Treystir B. sér ekki til þess að fara með það, hver
einkunn hennar hafi verið á unglingaprófi, hvort það hafi verið innan við
5 jafnvel. Lætur hún þess getið, að hún hafi haft lítinn áhuga á þessu
öllu, enda lauk hún ekki nema rétt blá-skyldunni — og rétt svo.
Frá 4—10 ára aldurs var hún í sveit á sumrum norður í .... með
systur sinni. Eftir það var hún heima á sumrum, án nokkurra sérstakra
verkefna, nema að taka höndunum eitthvað til heima fyrir.
Að loknum skóla var hún 1 ár í .... gerðinni, en frá því í marz 1965
vann hún í . ..., og þegar hún er tiltölulega nýbyrjuð þar, eða fyrir