Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 94
1970
— 92 —
D. Geðsjúkdómar. Áfengis- og deyfilyfjasjúklingar.
Töflur XV, XVI.
Á Kleppsspítala og geðdeild Borgarspítala lágu 1561 sjúklingur á
árinu, en læknar telja fram 292 geðsjúklinga á árinu utan Reykja-
víkur, 113 áfengissjúklinga og 17 deyfilyfjaneytendur (einnig utan
Reykjavíkur). Tölur þessar gefa enga hugmynd um raunverulega tíðni
þessara sjúkdóma.
Stykkishólms. Það er álit þeirra manna, sem fylgjast með samkomu-
haldi hér um slóðir, að vínnautn unglinga sé að færast í aukana, þó að
engar tölur séu til um það. Er jafnvel talað um, að unglingar innan
fermingar sjáist ölvaðir á mannamótum. Notkun annarra nautnalyfja
sést ekki svo að heitið geti og alls ekki meðal unglinga.
E. Atvinnusjúkdómar.
Töflur XV, XVI.
Með atvinnusjúkdóma eru taldir 28 sjúklingar utan Reykjavíkur,
27 karlar og 1 kona.
Rvík. Sjá skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, bls. 121—122.
F. Fötlun.
Töflur XV, XVI.
1. Fávitar. 2. Málhaltir. 3. Heyrnskertir. 4. Blindir.
Fávitar eru taldir 614, málhaltir 42 (vantar úr Reykjavík), heyrn-
skertir 405 og blindir 251. 1 Heyrnleysingjaskólanum í Reykjavík voru
60 nemendur skólaárið 1969—1970.
G. Ýmsir sjúkdómar.
Hér verður aðeins birt skýrsla um augnlækningaferðalög og augn-
sjúkdóma, er augnlæknar fundu á ferðum sínum.
Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar um
landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson, augn-
læknir í Reykjavík, um Vesturland, TJlfar Þórðarson, augnlæknir í
Reykjavík, um Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlælmir í Reykja-
vík, um Austfirði og Hörður Þorleifsson, augnlæknir í Reykjavík, um
Suðurland.