Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 127
_ 125 —
1970
Vinnustundafjöldi vistmanna skiptist þannig á milli starfsgreina:
Plastiðja ............................. 69077
Trésmíði ............................... 5983
Járnsmíði .............................. 3004
Saumaskapur ............................ 5337
Ýmis þjónusta.......................... 25397
Vinnustundir vistmanna alls 108798
Sjúkraþjálfun.
Vistmenn í sjúkraþjálfunarmeðferð ..................... 278
Meðferðarskipti...................................... 11972
Fjöldi meðferðarskipta á vistmann að meðaltali .... 43
Hjúkrunar- og líknarfélög.
Akureyrar. Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar, styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra, tók til sfarfa í október í heimili félagsins, Bjargi á Akur-
eyri. Sjálfsbjörg hefur komið þessari stöð á laggirnar með aðstoð
Kiwanisklúbbsins „Kaldbakur“ á Akureyri og Magnúsar Ólafssonar
sjúkraþjálfara, sem veitir stöðinni forstöðu. Stöðin hefur 135 m2 hús-
i'ými og allfjölbreyttan tækjakost til hita- og geisla-meðferðar svo og
styrktarþjálfunar af ýmsu tagi. Frá því að stöðin tók til starfa um
mánaðamótin sept.—október og til ársloka, komu þangað 68 einstak-
lingar og fengu alls meðferð 648 sinnum.
Lyí'jabúðareftirlit.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svolátandi grein fyrir eftirliti með
lyfjabúðum á árinu. Eftirlitsmanni til aðstoðar var ráðinn Jóhannes
F. Skaftason, lyfjafræðingur. Lyfjabúðir voru í lok ársins 30 að tölu.
Ný lyfjabúð var opnuð laugardaginn 31. október að Arnarbakka
4—6 í Breiðholtshverfi. Lyfsali er Ingibjörg Böðvarsdóttir cand.
pharm., en hún fékk lyfsöluleyfi 9. janúar 1970.
Starfslið: Starfslið lyfjabúðanna fyrir utan lyfsala og forstöðumenn
tveggja félagsrekinna lyfjabúða (30) var sem hér segir. Eru tölur
miðaðar við þann dag, sem skoðun var gerð hverju sinni. Nokkuð al-
gengt er, að starfsfólk sé ráðið hluta úr degi eða yfir skamman tíma
(t. d. sumarmánuðina), og er ekki gerður greinarmunur á því í eftir-
farandi yfirliti: 22 lyfjafræðingar (cand. pharm.), 17 karlar og 5 kon-
ur, 27 aðstoðarlyfjafræðingar (exam. pharm.), 7 karlar og 20 konur,
13 lyfjafræðistúdentar (stud. pharm.), 10 karlar og 3 konur, og annað
starfsfólk 229 talsins, 22 karlar og 207 konur, eða samtals 291 karlar
°g konur. I nokkrum lyfjabúðum er ákvæðum 36. gr. lyfjasölulaga nr. 30
1963, um að lyfsala til aðstoðar skuli vera a. m. k. einn lyfjafræðingur,
ekki fullnægt.